Öflugt ungmennaráð tekur til starfa

Home / Fréttir / Öflugt ungmennaráð tekur til starfa

Á dögunum tók til starfa glænýtt ungmennaráð fyrir starfsárið 2020-2021. Ungmennaráðið styður við starf UN Women fyrst og fremst með því að halda kynningar í grunn- og framhaldsskólum landsins sem og fjáröflunar- og vitundarvakningarviðburði.

Kosið var í stjórn á aðalfundi ungmennaráðsins sem fór fram á Zoom á haustmánuðum. Hópurinn samanstendur af sex mögnuðum ungum konum sem buðu sig fram til að vera málsvarar kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims og eiga vafalaust eftir að gera magnaða hluti. Þær Sigríður Þóra Þórðardóttir og Ásthildur Mía Ásmundardóttir sitja í stjórn annað árið í röð en nýir meðlimir eru Gerður Ævarsdóttir, Bergþóra Harpa Stefánsdóttir, Fönn Hallsdóttir og Védís Cortez. Við bjóðum þær innilega velkomnar og hlökkum til að fylgjast með starfinu blómstra í vetur.

Á aðalfundinum var farið yfir viðburðaríkt ár hjá Ungmennaráðinu en helstu viðburðir sem Ungmennaráðið stóð fyrir og tók þátt í á liðnu starfsári voru:

  • Sírenur – tónleikar Ungmennaráðs, góðgerðarviðburður þar sem ungar konur í tónlist áttu sviðið
  • Grænt ljós á þjóðarmorð – staða kúrdískra kvenna á stríðshrjáðum svæðum, fræðslu- og umræðuviðburður sem haldinn var í tilefni af ákvörðun Bandaríkjaforseta um að flytja hersveitir sínar frá norðurhluta Sýrlands og setja þannig Kúrda í mikla hættu
  • Stúlka – ekki brúður, gjörningur sem unninn var af Ungmennaráðinu til að vekja athygli á landsöfnunarþætti UN Women á RÚV
  • Ljósaganga UN Women, árlegur samstöðuviðburður sem Ungmennaráðið tekur þátt í
  • „Femínistar þola ekki karlmenn,“ ræðukeppni þar sem ungar konur og karlmenn leituðust við að meta sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar

Þá stóð fræðslustýran Sara Mansour fyrir hvorki meira né minna en 68 kynningum á starfsemi UN Women í skólum landsins, og það á tímum Covid. Sara kvaddi ungmennaráðið eftir þriggja ára stjórnarsetu. Við þökkum henni og öðrum fráfarandi stjórnarmeðlimum hjartanlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim.

Nánari upplýsingar um ungmennaráðið og viðburði má nálgast á Facebook og Instagram.[/vc_column_text]

SKÓLAKYNNINGAR

Ungmennaráðið fer með fræðandi fyrirlestra um stöðu kvenna og verkefni UN Women í grunn- og framhaldsskóla. Sendu fyrirspurn ef þú hefur áhuga á að panta kynningu fyrir skólann þinn.

[/vc_column][/vc_row]
Related Posts