fbpx

Óbreyttir borgarar á Gaza í mikilli hættu: Tíu kröfur til að forðast enn meiri hörmungar

Heim / Fréttir / Óbreyttir borgarar á Gaza í mikilli hættu: Tíu kröfur til að forðast enn meiri hörmungar

Á innan við þeim fimm mánuðum sem hafa liðið í kjölfar hryllilegu árásanna þann 7. október síðastliðinn, og stigmögnun átaka í kjölfarið, hafa tugþúsundir Palestínufólks – aðallega konur og börn – verið drepin og særð á Gaza-svæðinu. Meira en þrír fjórðu íbúanna hafa verið hrakin á flótta frá heimilum sínum, margoft, og standa frammi fyrir allsherjar skorti á mat, vatni, hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu, sem eru allt grundvallar nauðsynjar til að lifa af.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem leiðtogar nítján stofnana Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka (Principals of the Inter-Agency Standing Committee – IASC) sendu frá sér þann 21. febrúar síðastliðinn.

Hnignun heilbrigðiskerfisins á Gaza heldur áfram með markvissum hætti og afleiðingarnar eru skelfilegar. Þann 19. febrúar voru aðeins 12 af 36 sjúkrahúsum með legurými enn starfandi, og aðeins að hluta. Meira en 370 árásir hafa verið gerðar á heilbrigðisþjónustuna á Gaza síðan 7. október.

Sjúkdómar breiðast út á ógnarhraða. Hungursneyð er yfirvofandi. Vatn er varla að finna á svæðinu. Grunninnviðir hafa verið eyðilagðir. Matvælaframleiðsla hefur stöðvast. Sjúkrahús hafa breyst í vígvelli. Ein milljón barna glímir daglega við áföll.

Rafah, þar sem yfir ein milljón Palestínufólks á flótta hefur leitað skjóls, er orðinn enn einn vígvöllurinn í þessum hryllilegu átökum. Þarna er samankominn, á mjög litlu landsvæði, mikill fjöldi fólks sem er að ganga í gegnum hungursneyð og áföll. Frekari stigmögnun ofbeldis á þessu þéttbýla svæði myndi valda miklu mannfalli og gera mannúðarstarf, sem nú þegar er erfitt að sinna sökum aðstæðna, að engu.

Það er enginn staður öruggur á Gaza.

Hjálparstarfsfólk, sem er sjálft á flótta og stendur frammi fyrir skotárásum, dauða, litlu sem engu ferðafrelsi og ringulreið, heldur áfram að sýna viðleitni til að koma til hjálpar þeim sem þurfa á aðstoð að halda. En það takmarkar sannarlega getu þeirra til að sinna starfi sínu þegar þau standa frammi fyrir svo mörgum hindrunum – þar á meðal hvað varðar öryggi og aðgengi.

Engin neyðaraðstoð, sama í hve miklum mæli hún er, mun bæta upp fyrir neyðina sem fjölskyldur á Gaza hafa mátt þola undanfarna mánuði. Þetta er tilraun okkar til að koma mannúðaraðstoð á svæðinu til bjargar svo að við getum að minnsta kosti útvegað fólki í neyð það allra nauðsynlegasta: lyf, drykkjarvatn, mat og skjól nú þegar hitastig lækkar.

En til þess þurfum við:

  1. Vopnahlé strax.
  2. Vernd fyrir almenna borgara og þá innviði sem þeir reiða sig á.
  3. Að gíslum verði sleppt úr haldi án tafar.
  4. Áreiðanlegt aðgengi inn á svæðið úr öllum mögulegum áttum svo að við getum komið hjálpargögnum þangað inn, líka til norðurhluta Gaza.
  5. Tryggingu fyrir því að öryggis sé gætt og að hægt sé að koma mannúðaraðstoð óhindrað til skila á Gaza, án mótmæla eða tafar.
  6. Virkt tilkynningakerfi fyrir hjálparstarfsfólk svo það geti sinnt starfi sínu á öruggan hátt, ásamt því að koma vistum óhindrað á milli staða.
  7. Greiðfæra vegi sem eru lausir við sprengjuregn.
  8. Stöðugt samskiptanet sem gerir hjálparstarfsfólki kleift að ferðast um á öruggan hátt.
  9. Að UNRWA [1], burðarás mannúðaraðgerða á Gaza, fái þau úrræði sem þau þurfa til að veita lífsbjargandi aðstoð.
  10. Stöðvun á herferðum sem reyna að draga úr mikilvægi Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka sem gera sitt allra besta til að bjarga mannslífum.

Mannúðarstofnanir halda áfram að leggja allt sitt í að veita neyðaraðstoð, þrátt fyrir áhættuna sem því fylgir. En það er ekki hægt að skilja þau eftir ein með afleiðingar átakanna.

Við skorum á Ísrael að uppfylla lagalega skyldu sína, samkvæmt alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum, og útvega matvæli og sjúkragögn og auðvelda neyðaraðgerðir. Þá skorum við á leiðtoga heims að koma í veg fyrir enn frekari hörmungar.

 

Undirritað af:

  • Martin Griffiths, Emergency Relief Coordinator and Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs (OCHA)
  • Sofia Sprechmann Sineiro, Secretary General, CARE International
  • Qu Dongyu, Director-General, Food and Agriculture Organization (FAO)
  • Jane Backhurst, Chair, ICVA (Christian Aid)
  • Jamie Munn, Executive Director, International Council of Voluntary Agencies (ICVA)
  • Tom Hart, Chief Executive Officer and President, InterAction
  • Amy E. Pope, Director General, International Organization for Migration (IOM)
  • Tjada D’Oyen McKenna, Chief Executive Officer, Mercy Corps
  • Volker Türk, United Nations High Commissioner for Human Rights (OHCHR)
  • Janti Soeripto, President and Chief Executive Officer, Save the Children
  • Paula Gaviria Betancur, United Nations Special Rapporteur on the Human Rights of Internally Displaced Persons (SR on HR of IDPs)
  • Achim Steiner, Administrator, United Nations Development Programme (UNDP)
  • Natalia Kanem, Executive Director, United Nations Population Fund (UNFPA)
  • Filippo Grandi, United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR)
  • Michal Mlynár, Executive Director a.i., United Nations Human Settlement Programme (UN-Habitat)
  • Catherine Russell, Executive Director, UN Children’s Fund (UNICEF)
  • Sima Bahous, Under-Secretary-General and Executive Director, UN Women
  • Cindy McCain, Executive Director, World Food Programme (WFP)
  • Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director-General, World Health Organization (WHO)

 

[1] The United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East (UNRWA) fully supports the statement.

 

Neyðin er gríðarleg – þú getur lagt þitt af mörkum!

UN Women hefur starfað í Palestínu frá árinu 1997 og starfrækt þar ýmis verkefni í þágu kvenna og stúlkna. Við erum á vettvangi og munum áfram veita mikilvægan stuðning og aðstoð.

UN Women á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir konur á Gaza og fjölskyldur þeirra sem búa við gríðarlega erfiðar aðstæður. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að:

  • Kaupa mömmupakka eða neyðarpakka í gjafaversluninni okkar 
  • Sendu sms-ið KONUR í númerið 1900*
  • Leggðu til frjáls framlög í gegnum AUR í númerið 123-839-0700
  • Leggðu til frjáls framlög í banka:
    • Reikn. 0537–26–55505
    • Kt. 551090-2489

(*hvert sms kostar 2.900 kr – gildir aðeins hjá Símanum, Hringdu og Nova). 

 

Related Posts
Lestarstöð, Úkraína