fbpx

Milljarður rís 2015: Feminísk flóðbylgja

Heim / Fréttir / Milljarður rís 2015: Feminísk flóðbylgja

coverfacebook15Landsmönnum er boðið að taka þátt í byltingu, föstudaginn 13. febrúar næstkomandi í Hörpu klukkan 12. Ætlar þú ekki örugglega að taka þátt í byltingunni? Skráðu þig hér

Byltingin fer fram um heim allan og með samtakamætti munum við láta til okkar taka. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar.
Milljarður rís er einn stærsti viðburður í heimi og er haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði gegn gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf landsins í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Í ár ætlum við að gera enn betur!
UN Women hvetur alla til að taka þátt og mæta með Fokk ofbeldi-armband á Milljarður rís og bera það með stolti á meðan dansinn dunar. Armbandinu er ætlað að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabroti heims í dag: kynbundið ofbeldi. Með því að kaupa armbandið gefum við ofbeldi fingurinn og styrkjum í leiðinni verkefni um heim allan sem miða að því að draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum. Lyfja hf. er stoltur styrktaraðili að armbandinu sem selt er á 2.000 krónur í verslunum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhúsinu um allt land.
UN Women á Íslandi skorar á vinnustaði og skóla til að mæta og sýna þolendum ofbeldis samstöðu og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.
DJ Margeir mun sjá til þess að þakið rifni af Hörpu og Saga Garðarsdóttir leikkona verður kynnir. Byltingin fer einnig fram í Menntaskólanum Ísafirði, Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Hofi Akureyri.
Mætum stundvíslega klukkan 12. Dönsum í hádeginu og berjumst í gleðinni. Ekki missa af þessu!
Hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörið stendur yfir en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur.
Hastaggið fyrir viðburðinn er #milljardurris15

                                       Feminísk flóðbylgja í Hörpu föstudaginn 13. febrúar kl.12

Staðreyndir um kynbundið ofbeldi

• 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
• 3.600 konum er nauðgað í Suður Afríku á hverjum einasta degi
• 40-50% kvenna á evrópska efnahagssvæðinu hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað
• Líklegra er að íslensk stúlka í 10.bekk á Íslandi hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni heldur en að hún reyki
• Helmingur allra kvenna sem drepnar voru árið 2012 voru drepnar af maka/fyrrverandi maka, kærasta/fyrrverandi kærasta eða fjölskyldumeðlim.
• 64 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri hafa verið þvingaðar í hjónaband um heim allan. Það eru 39 þúsund stúlkur á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti. Af þessum sökum er mæðradauði helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum.
• 140 milljónir stúlkna hafa þurft að þola afskurð á kynfærum sínum.

Related Posts