Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2017 - óskum eftir tilnefningum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök Atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð óska eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2017 sem verða afhent við hátíðlega athöfn þann 26. september næstkomandi.

Verðlaunin afhendir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Leitað er eftir tilnefningum frá fyrirtækjum þar sem áhersla er lögð á neðangreinda þætti í starfsemi þeirra:

 • Tekið er mið af jafnréttismálum í allri stefnumótun fyrirtækisins

 • Jafnrétti kynjanna er í hávegum haft í innri og ytri samskiptum fyrirtækisins

 • Jöfn hlutföll kynjanna í stjórn, stjórnendastöður og aðrar almennar stöður

 • Auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa

 • Jöfnum launum kynjanna

 • Aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið


Sérstaklega er leitað að fyrirtækjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Stefna fyrirtækis í jafnréttismálum hefur skýran tilgang og markmið

 • Jafnrétti hefur fest rætur og sýnt er fram á varanleika

 • Vakin er athygli á rekstrarlegum ávinningi af jafnrétti

 • Jafnréttissýnin er hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki

 • Sýnt er frumkvæði og nýsköpun sem stuðlar að auknu jafnrétti kynjanna


Frestur til að senda inn tilnefningar er til 19.september.