Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða veitt á rafrænum morgunfundi 18. nóvember næstkomandi kl. 9.00.
Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt, heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum.
Að verðlaununum standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunaráðherra, afhendir verðlaunin þann 18. nóvember næstkomandi.
Dagskrá
- Opnunarávarp – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
- #Metoo og virði fyrirtækja – Úlf Viðar Níelsson, prófessor við Háskóla Íslands
- Um kynjahlutföll og stjórnendur í íslensku atvinnulífi – Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, hagfræðinemi og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá SA
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, handhafi Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2019
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar, afhendir Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2020.
Fundarstjóri er Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.