fbpx

Hópstjóri sumarfjáröflunar

Heim / Fréttir / Hópstjóri sumarfjáröflunar

Vilt þú breyta heiminum?

UN Women á Íslandi leitar að metnaðarfullum leiðtoga í fjáröflunardeild samtakanna.

Starfslýsing

  • Yfirumsjón með sumarfjáröflun samtakanna
  • Öflun nýrra styrktaraðila og kynning á starfsemi UN Women með götukynningum
  • Skipulag fræðslu og þjálfunar sumarstarfsfólks
  • Markmiðasetning og skipulag vakta
  • Ýmis verkefni á skrifstofu tengd fjáröflun

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og ástríða fyrir mannréttindum
  • Áreiðanleiki og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Áhugi á afnrétti
  • Reynsla af skrifstofustörfum og/eða sölumennsku er kostur

 

Um er að ræða 100% starf; skrifstofustarf (50%) og fjáröflun (50%). Vinnutími er frá 10 – 18 alla virka daga.

Frekari upplýsingar veitir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi í síma 552-6200. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl. Kynningarbréf ásamt ferilskrá sendist á unwomen@unwomen.is merkt „hópstjóri“. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Related Posts