fbpx

Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi UN Women í haust?

Heim / Fréttir / Hefur þú áhuga á að taka þátt í starfi UN Women í haust?

UN Women á Íslandi auglýsir eftir kraftmiklum og frjóum einstaklingum með brennandi áhuga á starfi samtakanna til þess að taka þátt í sjálfboðastörfum í haust.

 

Sem frjáls félagasamtök byggist starfsemi UN Women að miklu leyti á sjálfboðaliðum og nú vantar okkur þína hjálp!

Mörg spennandi verkefni og uppákomur eru framundan og við erum að leita af sjálfboðaliðum í hin ýmsu störf sem öll eru misjöfn og miskrefjandi. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af sjálfboða- eða hjálparstörfum, allt sem þarf er áhugi á því að taka þátt og vera með.

Endilega kíktu á listann hér að neðan til þess að finna starf sem hentar þér.

Kvöldverður UN Women 17. nóvember

Skreytingameistari

Ert þú hugmyndarík/ ur, skapandi, úrræðasöm/samur með góða skipulags- og stjórnunarhæfileika? Þá ert þú rétta manneskjan í starf skreytingameistara. Skreytingameistari hefur það verkefni að skipuleggja skreytingar í samstarfi við listrænan stjórnanda kvöldverðarins, kaupa efnivið í skreytingar og að hafa yfirumsjón með og hjálpa til við skreytingar á salnum. Starfið krefst nokkurrar undirbúningsvinnu fyrir kvöldverðinn. Áhugasamir geta sent póst á freyja@unwomen.is ásamt ferilskrá.

Skreytingasnillingar (þrír – fjórir einstaklingar)

Við erum einnig að leita að nokkrum sniðugum,  kraftmiklum og skemmtilegum einstaklingum til að hjálpa við að skreyta salinn fyrir kvöldverðinn. Um er að ræða nokkrar kvöldstundir fyrir kvöldverðinn í undirbúning ásamt aðstoð við skreytingar á salnum.  Skreytingasnillingar vinna náið með skreytingameistara. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.


Barþjónar
(þrír einstaklingar)

Elskar þú að útbúa kokteila,  hefur þú gaman af fólki og reynslu af barvinnu? Þá ert þú tilvalin/n í starfið. Um er að ræða kvöldstarf þar sem teymi þriggja einstaklinga mun sjá um að halda utan um barinn, undirbúning og frágang.  Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Yfirþjónn og reyndir þjónar (sex – sjö einstaklingar)

Hefur þú reynslu af veitinga- og þjónustubransanum? Finnst þér gaman að vera með þar sem hlutirnir gerast? Þá ert þú rétta manneskjan til þess að starfa sem þjónn á fjáröflunarkvöldverði UN Women. Þú munt starfa sem hluti af átta manna teymi sem mun sjá um að þjóna.  Þar að auki erum við að leita að einni manneskju til þess að taka að sér hlutverk yfirþjóns og hafa umsjón með þjónateyminu. Umsækjendur verða að hafa góða reynslu af veitingabransanum. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Sælkerar (sex einstaklingar)

 

Ert þú sælkeri? Þá erum við að leita að þér vegna undirbúnings við matargerð. Hægt er að vinna annað hvort undirbúningsvinnu fyrir kvöldverðinn eða í eldhúsinu við kvöldverðinn sjálfan. Matreiðslumeistararnir óska aðeins eftir reyndu fólki. Einstakt tækifæri til að vinna með flottustu kokkum landsins! Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á freyja@unwomen.is ásamt stuttri ferilskrá.IMG_3526

Hljóðkerfisstjóri/stýra

Ertu tæknisnillingur og hefur reynslu af því að vinna með hljóðkerfi? Þá erum við að leita að þér til að stjórna hljóðkerfinu í kvöldverðinum. Viðkomandi þarf að vinna undirbúningsvinnu í samvinnu við listrænan stjórnanda og vera viðstödd/viðstaddur á kvöldverðinum. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Ljósastjóri/stýra

Kannt þú á tæki og hefur reynslu af því að vinna sem ljósamaður/kona? Þá ert þú manneskjan sem við erum að leita að til þess að hafa yfirumsjón með lýsingu á kvöldverðinum. Starfið krefst undirbúningsvinnu ásamt listrænum stjórnanda. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Ljósmyndari

Við erum að leita að færum ljósmyndara til þess að mynda kvöldverðinn, stemninguna og fólkið í eitt kvöld. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á freyja@unwomen.is ásamt stuttri ferilskrá.

 

Ljósaganga 25. Nóvember


Verkefnastjóri/stýra

Fyrir hina árlegu Ljósagöngu UN Women leitum við að verkefnastjóra/stýru til að skipuleggja gönguna í ár í samstarfi við starfskonur UN Women. Viðkomandi þarf að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika auk þess að vera drífandi og hugmyndarík/ur. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á freyja@unwomen.is ásamt ferilskrá._MG_9832

Ljósagönguteymi (sex einstaklingar)

Ert þú drífandi og óhrædd/ur við að ganga í hin ýmsu verkefni? Þá ert þú tilvalin/n í starfið. Við erum að leita að nokkrum hressum og frjóum einstaklingum til að taka þátt í undirbúning ljósagöngu og leysa þau ýmsu verkefni sem tengjast henni. Skemmtilegt og hressandi starf fyrir rétta aðila. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Ljósmyndari

Við erum einnig að leita að færum ljósmyndara til þess að mynda stemninguna og fólkið í Ljósagöngunni í eitt kvöld. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á freyja@unwomen.is ásamt stuttri ferilskrá.

Önnur verkefni

Yfirumsjón með söfnunarbaukum

Við erum að leita að traustum, heiðarlegum og handlögnum einstaklingi sem er tilbúinn að hafa yfirumsjón með söfnunarbaukum UN Women. Starfið felst í því að líta til með söfnunarbaukum einu sinni í mánuði, safna saman þeim sem fullir eru og búa til nýja bauka þegar þörf krefur. Gott ef viðkomandi er á bíl. Áhugasamir endilega sendið póst á freyja@unwomen.is. Vinsamlegast segðu stuttlega frá þér og hvaða hæfni og reynslu þú hefur.

Related Posts