fbpx

Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastýra UN Women lítur yfir farinn veg

Heim / Fréttir / Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastýra UN Women lítur yfir farinn veg

Anita Bhatia á Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna í mars sl.

Fjölmiðlakonan Annette Young fer yfir heimsmálin í fréttaskýringaþættinum The 51% sem sýndur er á France 24. Fréttirnar sem Young flytur eiga það sameiginlegt að þar eru konur og málefni kvenna í forgrunni.

300 ár í að kynjajafnrétti í heiminum verði náð

Í nýjasta þætti The 51% fjallar Young meðal annars um átökin í Súdan og ræðir við Anitu Bhatia, fráfarandi aðstoðarframkvæmdastýru UN Women, sem talar um þá miklu afturför sem hefur átt sér stað í heiminum þegar kemur að réttindum kvenna. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum mun það taka næstum 300 ár að ná fram kynjajafnrétti í heiminum.

Lítur yfir farinn veg

Bahtia fer yfir feril sinn hjá UN Women og þá atburði sem hafa átt sér stað síðan hún hóf þar störf árið 2019 en þar má nefna heimsfaraldur, ógildingu úrskurðar frá 1973 í máli Roe gegn Wade, sem varð til þess að þungunarrof var þar með gert ólöglegt í mörgum ríkjum í Bandaríkjunum, og afnám kvenréttinda í Íran og Afganistan.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

 

 

Related Posts
Súdan, un women, átök