fbpx

Forstjórar úr viðskiptalífinu sitja í ráðgefandi ráði UN Women

Heim / Fréttir / Forstjórar úr viðskiptalífinu sitja í ráðgefandi ráði UN Women
phumUN Women hefur sett á laggirnar ráðgefandi ráð skipað forstjórum leiðandi fyrirtækja í alþjóða viðskiptalífinu (UN Women Private Sector Leadership Advisory Council). Markmið ráðsins er að stuðla að auknu jafnrétti og valdeflingu kvenna í heiminum.
Ráðið var kynnt á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna þar sem framkvæmdastýra UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, bauð stofnaðilum ráðsins velkomna. Undir forystu hennar mun ráðið vinna að eftirfarandi markmiðum: stuðla á markvissan hátt að efnahagslegri valdeflingu kvenna, vinna að því að binda endi á kynbundið ofbeldi ásamt því að vinna að fjáröflun fyrir UN Women.
“ Markmið nefndarinnar er að flýta fyrir efnahagslegum og félagslegum framförum kvenna og stúlkna um heim allan. Með því að sameina krafta okkar og þekkingu, tengslanet og úrræði þá munum við ná frekari árangri “ sagði frú Mlambo-Ngcuka. „Ráðið er sett á laggirnar rétt í tíma fyrir 20 ára afmæli alþjóðlegu kvennaráðstefnunnar sem haldin var í Peking og bar nafnið: Valdefling kvenna- Valdefling mannkyns.”
Ráðgefandi ráðið er samansett af leiðtogum úr einkageiranum. Þeir koma frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem hafa ábyrga stjórnarhætti að leiðarljósi og styðja nú þegar markvisst við valdeflingu kvenna og stúlkna.
„Við vonum við að ráðið skapi þann grunn sem er nauðsynlegur til að stuðla að frekari fjölbreytileika innan fyrirtækja og frekari þátttöku kvenna á atvinnumarkaði. Sagði Mlambo-Ngcuka.”
“Ein áhrifaríkasta leiðin til að stuðla að auknum hagvexti í heiminum er valdefling kvenna” sagði Muhtar Kent, stjórnarformaður og forstjóri Coca-Cola Company og fyrsti formaður ráðsins. „Með því að leiða saman fyrirtæki, stjórnvöld og borgaralegt samfélag getum við eflt konur á jákvæðan hátt, fjölskyldur og samfélög þeirra. Það er heiður að stýra þessu nýja ráði og ég er fullviss um að við náum markverðum framförum með samtakamætti í einkageiranum í þessu mikilvæga verkefni. „
Ráðgjafaráð UN Women er skipað eftirfarandi forstjórum:
1.    Jean-Paul Agon: Stjórnarformaður og forstjóri, L’Oréal
2.    Dominic Barton: Forstjóri, McKinsey & Company
3.    Lloyd C.  Blankfein: Stjórnarformaður og forstjóri,
       Goldman Sachs Group, Inc.
4.    Maureen Chiquet: Aðalforstjóri, Chanel
5.    Mark Cutifani: Forstjóri, Anglo American plc
6.    Rick Goings: Stjórnarformaður og forstjóri, Tupperware
       Brands Corporation
7.    Christopher Graves:Aðalforstjóri, Ogilvy Public Relations
8.    Sally Kennedy:Forstjóri, Publicis Dallas
9.    Muhtar Kent: Stjórnarformaður og forstjóri, The Coca-Cola Company
10.  Paul Polman: Forstjóri, Unilever
Related Posts