fbpx

Fokk Ofbeldi húfan 2018 komin í sölu

Heim / Fréttir / Fokk Ofbeldi húfan 2018 komin í sölu

UN Women á Íslandi hefur sölu á nýrri dimmblárri Fokk Ofbeldi húfu dagana 25. janúar til 8. febrúar.

Mynd: Saga Sig.

Hingað og ekki lengra – byltingin gegn kynbundu ofbeldi er hafin. Ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag. Konur úr ólíkum stéttum hafa stigið fram hér á landi og víða um heim og lýst kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri áreitni og misbeitingu valds sem þær hafa upplifað. Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og þrífst í öllum samfélögum heimsins og innan allra stétta.

Vissir þú að?

  • Þriðja hver kona á Íslandi hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi
  • Einni af hverjum tíu konum í heiminum hefur verið nauðgað
  • Stúlka undir 18 ára aldri er gift á tveggja sekúnda fresti
  • Helmingur kvenna innan Evrópusambandsríkja hefur upplifað kynferðislega áreitni
  • 200 milljónir núlifandi kvenna hafa þurft að þola limlestingu á kynfærum

Viljum við búa í heimi þar sem konur lifa í ótta við að vera áreittar, nauðgað, barðar, brenndar, limlestar eða myrtar fyrir það eitt að vera konur?

Mynd: Saga Sig.

Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfuna gengur þú til liðs við Fokk Ofbeldi fylkinguna og tekur þátt í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum. Vodafone styrkti framleiðslu húfunnar og rennur allur ágóði til verkefna UN Women sem miða að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum.

Fokk Ofbeldi húfan fæst í verslunum Vodafone; Smáralind, Kringlunni, Suðurlandsbraut, Glerártorgi Akureyri og á www.unwomen.is

Húfan kostar 4.500 krónur og aðeins til í takmörkuðu upplagi. UN Women á Íslandi hvetur alla til að kaupa húfu og sameinast í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Related Posts