fbpx

„Ég fæ að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um“

Heim / Dæmisögur / „Ég fæ að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um“
Maira Assane frá Lumbo í Mósambík landaði draumastarfinu í kjölfar þátttöku í verkefni UN Women. Verkefnið gengur út á að auka framtíðarmöguleika ungra stúlkna í gegnum heilsuvernd og starfsþjálfun.

„Ég hafði skilið við manninn minn og bjó inni á föður mínum og stjúpmóður. Ég var tekjulaus og einstæð tveggja barna móðir, algjörlega háð föður mínum fjárhagslega og barðist fyrir því að fá að fara aftur í nám. Einn daginn kom fulltrúi á vegum Rapariga verkefnisins til mín og spurði hvort ég hefði áhuga á því að taka þátt í verkefninu. Hann hafði ég svo sannarlega!“

Fulltrúinn kynnti Maira fyrir ýmsum starfsþjálfunarmöguleikum en þegar Maira sá að laust var í byggingarvinnu kom ekkert annað til greina.

„Mig hefur alltaf dreymt um að vinna byggingavinnu. Þegar ég var lítil gekk ég framhjá byggingasvæðum og lét mig dreyma um að vinna þar eins og mennirnir. Mér var sagt að byggingarvinna væri bara fyrir karlmenn.“

Í lok starfsþjálfunarinnar sótti Maira um lærlingsstöðu hjá byggingafyrirtæki. Eigandi fyrirtækisins sagðist dást að þrautseigju hennar og bauð henni samning.

„Í dag er ég með stöðugar tekjur og get séð mér og fjölskyldu minni farborða. Það besta við þetta er þó að ég fæ að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um“

Related Posts