fbpx

Alþjóðleg ráðstefna um ályktun öryggisráðs SÞ nr.1325

Heim / Fréttir / Alþjóðleg ráðstefna um ályktun öryggisráðs SÞ nr.1325
1325EDDA – öndvegissetur við Háskóla Íslands, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, stendur fyrir ráðstefnu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 er ber titilinn Addressing the Persistence of Gender Inequalities in Conflict Prevention and Peace Processes.
Ráðstefnan verður haldin dagana 4.-5. apríl næstkomandi í Öskju, stofu 132, og fer fram á ensku. Sjá dagskrá hér.
Fjölmargir fræðimenn og sérfræðingar koma til með að taka þátt í ráðstefnunni og má þar sérstaklega nefna dr. Carol Cohn, dr. Henri Myrttinen og Flora Macula. Auk þeirra munu sérfræðingar frá átakasvæðum í Úganda og Palestínu taka þátt í ráðstefnunni en þau verða hér á vegum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST)
Landsnefnd UN Women á Íslandi mun standa fyrir málstofu á ráðstefnunni sem ber heitið Iceland’s Participation in Peacekeeping Operations in the Context of UNSCR 1325: Lessons Learnt.
Í pallborði eru: Svanhvít Aðalsteinsdóttir sérfræðingur hjá Þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins, Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands, Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur ásamt Flora Macula umdæmisstjóra UN Women í Kosóvó. Macula hefur starfað hjá UN Women síðan árið 2000. Hún hefur þjálfað yfir 2500 manns í Kosóvó í kynjasamþættingu og verndun mannréttinda á sviði öryggismála og við uppbyggingu stjórnsýslunnar.
Fundastjóri er Soffía Sigurgeirsdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Ráðstefnan er öllum opin án endurgjalds en vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á Rakel Adolphsdóttur: rakela@hi.is
Related Posts