fbpx

Aðalfundur landsnefndar UN Women á Íslandi 2023

Heim / Fréttir / Aðalfundur landsnefndar UN Women á Íslandi 2023

Aðalfundur UN Women á Íslandi, verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2023, kl. 17:30, í nýjum skrifstofum samtakanna, sem eru í húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir:

-Kosning fundarstjóra og fundarritara.

-Formaður UN Women á Íslandi skýrir frá viðfangsefnum félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.

-Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir liðið starfsár eru kynntir af gjaldkera stjórnar og lagðir fram til samþykktar.

  • Stjórn leggur til að ársreikningur félagsins fyrir fjárhagsárið sem lauk 31. desember 2022 verði samþykktur eins og hann er lagður fram.

-Kjör stjórnar og formanns.

-Kjör endurskoðanda.

  • Stjórn leggur til að Guðni Þór Gunnarsson hjá Íslenskir endurskoðendur ehf verði kosinn sem endurskoðandi félagsins og að honum verði greidd þóknun samkvæmt útgefnum reikningi.

-Önnur mál: umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar.

 

Félagar UN Women á Íslandi sem greitt hafa félagsgjöld sl. ár eða eru mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi og hafa greitt í minnst sex mánuði, hafa rétt á að bjóða sig fram til stjórnar og hafa atkvæðisrétt. Við minnum á að framboð til stjórnar þarf að berast þremur virkum dögum fyrir aðalfund (í síðasta lagi 21. apríl 2023) á stella@unwomen.is.

Við hvetjum öll til að mæta og hlökkum til að sjá sem flest.

f.h. stjórnar UN Women á Íslandi

Arna Grímsdóttir

Related Posts
Iryna Kamienieva, Þórdísi Claessen, Stella Samúelsdóttir, Bjarney