fbpx

900 FO-derhúfur seldar á fjórum dögum

Heim / Fréttir / 900 FO-derhúfur seldar á fjórum dögum

Antírasistar með derhúfuna. Mynd/Anna Maggý

UN Women á Íslandi hóf sölu á spánýjum FO-varning fimmtudaginn 1. júní. FO-varningurinn 2023 er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki og hafa þegar selst yfir 900 húfur á fjórum dögum.

FO-herferðin í ár er til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu.

100 milljónir í gegnum FO

UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.

Með fjármagninu sem safnast í ár verður meðal annars hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis.

„One stop miðstöðvarnar mæta mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Hér fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Þar með talið læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne.

Sólin skein í fjölmennu FO-partýi

UN Women á Íslandi fagnaði komu FO-derhúfunnar með því að bjóða í frumsýningarteiti þann 1. júní. Fjöldi gesta mætti í garðveisluna, en vörunni var haldið leyndri fram að fyrsta söludegi. Yfir 500 derhúfur seldust fyrsta sólarhringinn, en derhúfan kom í takmörkuðu upplagi.

Sannkölluð sumargleði ríkti í veislunni því sólin lét loks sjá sig á höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. rétt á meðan á veislunni stóð. Ölgerðin og Reykjavík Cocktails buðu upp á glæsileg hanastél og skreytingar og karnivalstemmning var í boði Rent a party. DJ Glókollur spiluðu sumarlega tóna fyrir gesti, en þær sátu jafnframt fyrir í herferðinni í ár.

Sólin lék við gesti í FO-garðveislu UN Women á Íslandi. Myndir/Giita Hammond

DJ Glókollur spiluðu tónlist fyrir gesti.

Atli Fannar Bjarkason ásamt syni sínum, Tindi.

Derhúfan rauk út fyrsta söludaginn.

 

Related Posts