fbpx

20 einstaklingar flýja heimili sín á hverri mínútu

Heim / Fréttir / 20 einstaklingar flýja heimili sín á hverri mínútu
Landamæri Úkraínu og Moldóvu

8 milljónir hafa flúið heimili sín vegna stríðsins í Úkraínu. 90% þeirra eru konur og börn.

Á hverri mínútu, neyðast 20 einstaklingar til að flýja heimili sín vegna stríðsátaka, ofsókna eða hryðjuverkaógnar.

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag. 100 milljónir karla, kvenna og barna eru á flótta í dag vegna átaka, ofsókna eða loftslagsbreytinga, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR).

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað 20. júní fólki á flótta.

Samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1951, er einstaklingur á flótta hver sá sem hefur flúið heimili sitt eða heimaland af ótta við ofsóknir vegna kynþáttar, trúar, uppruna, samfélagsstöðu eða stjórnmálaskoðana. Mikill fjöldi fólks er einnig á flótta vegna loftslagsbreytinga og náttúruhamfara. Um 80% fólks á flótta hefur leitað skjóls í ríkjum þar sem þegar ríkir ótraust ástand.

Konur helmingur fólks á flótta

Þegar átök og hamfarir dynja á samfélögum, margfaldar það þann ójöfnuð sem þegar ríkir: Kynbundið ofbeldi eykst, konur verða líklegri til að búa við sárafátækt, hungur og mismunun.

Konur eru rúmlega helmingur þeirra 100 milljóna sem eru á flótta í heiminum í dag. Þrátt fyrir það gleymast þarfir þeirra ítrekað þegar áætlanir um neyðaraðstoð eru settar saman. Það þýðir að neyðaraðstoð nýtist í mörgum tilfellum konum og stúlkum ekki jafn vel og karlmönnum.

Lestu meira um sértæk áhrif stríðs á konur og stúlkur.

UN Women hefur lagt mikla áherslu á að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé veitt á átakatímum, ekki aðeins í sínum verkefnum heldur einnig verkefnum annarra viðbragðsaðila og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægi kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú.

Related Posts
Bab Al-Ginan og geitur, Darfúr