fbpx

20 ára afmæli Peking sáttmálans

Heim / Fréttir / 20 ára afmæli Peking sáttmálans

11960129 883996838322808 5234259477793738069 n

Í dag eru 20 ár liðin síðan þúsundir manna komu saman í tilefni af fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking.

Kvennahreyfingar og þjóðarleiðtogar hvaðanæva úr heiminum unnu saman að einu markmiði, að kortleggja hvernig má auka kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna um heim allan. Í tvær vikur stóðu yfir krefjandi og ákafar umræður 189 aðildarríkja. Á milli funda funduðu fastafulltrúar með grasrótarsamtökum og þrýstihópum. Óhætt er að segja að andrúmsloftið hafi verið kynngimagnað og rafmagnað.

Í lok fundarins var brotið blað í sögu kvenréttindabaráttunnar. Peking sáttmálinn var settur fram. Útkoman var framsækin áætlun í 12 flokkum sem miðaði að því að bæta hag og réttindi kvenna og stúlkna. Tuttugu árum síðar er sáttmálinn ennþá ein helsta grundvallarstoð réttindabaráttu kvenna. Og í dag eru tuttugu ár liðin síðan.
Róttækar breytingar hafa átt sér stað á þessum tuttugu árum. Þátttaka kvenna í stjórnmálum hefur aukist til muna og aldrei hafa fleiri stúlkur verið í skóla. Því miður er þó enn langt í land. Ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag, þúsundir stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi og 70 prósent þeirra sem búa við sáráfátækt í heiminum í dag eru konur. Það er skylda aðildarríkjanna, alþjóðastofnana, ríkisstjórna heimsins og grasrótarsamtaka að setja konur og stúlkur forgrunn.
„Peking sáttmálinn er óuppfyllt loforð til kvenna og stúlkna,“ segir Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women.
Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans hefur UN Women opnað sérstaka heimasíðu fyrir átakið www.beijing20.unwomen.org

 

Related Posts