fbpx

1,5 milljón Úkraínumanna flúið síðan átök hófust

Heim / Fréttir / 1,5 milljón Úkraínumanna flúið síðan átök hófust

Um 1.5 milljón hafa flúið heimili sín síðan átök hófust í austurhluta Úkraínu árið 2014. Búist er við því að fleiri muni flýja nú er rússneskar hersveitir hafa farið inn í Luhanks og Donetsk héruðin í austur Úkraínu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi í gær sjálfstæði héraðanna og telur þau því ekki lengur hluta af Úkraínu.

Sameinuðu þjóðirnar hafa verið í Úkraínu frá því að átökin hófust árið 2014 og veitt neyðaraðstoð til þeirra er þurfa. Fæstir sem flúið hafa heimili sín reikna með því að snúa aftur heim, sem þýðir að úkraínsk stjórnvöld hafa þurft að finna fólkinu heimili og störf á nýjum stað.

Í borginni Vinnytsia hafa 4 þúsund fjölskyldur á flótta fundið sér nýtt heimili. Borgaryfirvöld hafa brugðist við fólksfjölguninni með því að byggja ódýrar íbúðir sem fólk hefur kost á að kaupa eða leigja.

„Það að vera neyddur á flótta er sérlega erfið lífsreynsla og því skiptir gríðarlegu máli að samfélög taki vel á móti fólki og veiti því stuðning og þjónustu. Stuðningur frá yfirvöldum sem og samfélaginu auðveldar fólki á flótta að koma undir sig fótunum að nýju og vinna úr áföllunum,“ var haft eftir borgarstjóra Vinnytsia.

Related Posts
António Guterres