fbpx

UN Women á Íslandi með erindi á Jafnréttisdögum í HA

Heim / Fréttir / UN Women á Íslandi með erindi á Jafnréttisdögum í HA

UN Women á Íslandi verður með erindi á Jafnréttisdögum í Háskólanum á Akureyri.

Jafnréttisdagar hefjast mánudaginn 6. febrúar í öllum háskólum landsins. Viðburðurinn er eitt stærsta samstarfsverkefni háskólanna og fara nú að mestu fram á staðnum eftir takmarkanir síðustu tveggja ára, en þó verða einnig  fjölmargir viðburðir í streymi.

UN Women á Íslandi verður með fyrirlestur á Jafnréttisdögum Háskólans á Akureyri miðvikudaginn 8. febrúar.

Fjölbreytt dagskrá

Jafnréttisdagar standa yfir 6.-9. febrúar og fara viðburðir fram í öllum háskólum landsins, þar á meðal Háskólanum á Akureyri þar sem fjölbreytt úrval viðburða verður í boði út vikuna. Meðal annars verður fjallað um bakslagið í hinsegin baráttunni, netið, kvenhatur og samsæriskenningar, umræður um vald, málsmeðferð stjórnvalda í málum flóttakvenna og upplifun og aðgengi jaðarhópa að háskólanámi. Ókeypis er inn á alla viðburðina.

Við bendum á erindi Maríu Rutar Kristinsdóttur, kynningarstýra UN Women á Íslandi, um mikilvægi starfsemi UN Women á heimsvísu. Erindið ber yfirskriftina Hvers vegna skiptir UN Women máli? og fer fram í Háskólanum á Akureyri kl. 12:00-13:00, miðvikudaginn 8. febrúar.

Fimmtudaginn 9. febrúar fer svo fram ráðstefnan „Vald, forréttindi og öráreitni“ sem háskólarnir standa saman að í hátíðarsal Háskólans á Akureyri (og í streymi) milli kl. 10:00 og 11:30 undir yfirskriftinni Að vera hinsegin í námi og starfi. Þar flytur Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor HA ávarp og á eftir fylgja erindi frá Ingileif Friðriksdóttur, sjónvarps- og fjölmiðlakonu og María Rut Kristinsdóttur, kynningarstýru UN Women og Vilhjálmi Hilmarssyni hagfræðingi hjá BHM. Að erindum loknum fara fram panelumræður ásamt Önnu Lilja Björnsdóttur, sérfræðingi hjá Jafnréttisstofu. Fundarstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyarbæjar.

Dagskrá Jafnréttisdaga má finna hér.

Related Posts