fbpx

Systir mánaðarins – október

Heim / Fréttir / Systir mánaðarins – október

Í dag eru tæplega 3000 manns sem styrkja starf UN Women mánaðarlega. Systralag UN Women á Íslandi er helsta fjáröflunarleið samtakanna. Styrktaraðilar Systralagsins eru á öllum aldri og úr hinum ýmsum áttum. Í ár viljum við kynnast styrktaraðilum okkar nánar og um leið skapa umræðu um jafnrétti kynjanna.

vedisNafn? Védís Hervör Árnadóttir

Starf? Tónlistarkona, mannfræðingur og verkefnastýra.

Aldur? 30 ára

Hvenær gekkstu í Systralagið? Fyrir ári síðan.

Af hverju að styrkja konur? Frjáls félagasamtök hafa tök á að hjálpa konum með beinum hætti þar sem þær fá aukin völd yfir eigin lífi. Konur hafa einhverra hluta vegna legið vel við höggi óbeint og beint. Jafnvel vegna hins hefðbundna hlutverks í umönnun ungbarna og heimilis sem svo leiðir af sér ímynd þess mjúka, viðkvæma og ,,veika“ (e. the weaker sex). Saga ofbeldis og misbeitingar spannar nú of langt tímabil. Konur eru auðvitað hinn helmingur mannkyns og afleiðing hnattvæðingarinnar hefur í raun ekki verið jákvæð fyrir konur, því þær vinna stöðugt meira. Mér er sérstaklega hugleikin staða mæðra á meðgöngu, í fæðingu og í frumbernsku og hvernig hægt er að hlúa að þeim í því mikilvæga hlutverki því þær eru jú (í hefðbundnum skilningi) eins konar púpa barnanna sem elur af sér bæði karl- og kvenmenn framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að styrkja kvenmenn á vinnumarkaði og gefa þeim jöfn tækifæri á við karlmenn. Það er augljóslega gott fyrir hagkerfi hvernig sem stjórnsýslan er upp byggð.

Hvað þýðir jafnrétti fyrir þér? Mannréttindi.

Hvað telur þú að þurfi að gera til að ná fram jafnrétti í heiminum? Styrkja samkenndina í okkur frá unga aldri, vinna á fordómum með fræðslu og áþreifanlegri innsýn inn í líf þeirra sem þola ójöfnuð á einhvern hátt. Það þarf að tendra eitthvað ljós í ungviðinu sem gerir það fullkomlega meðvitað um sjálfsögð mannréttindi. Hugmyndir um jafnrétti verða til á barnsaldri og í nánasta umhverfi barnsins og þeirra viðhorf og innræting skiptir öllu máli ef eitthvað á að breytast.

Related Posts