fbpx

Systir mánaðarins – maí 2012

Heim / Fréttir / Systir mánaðarins – maí 2012

Í dag eru tæplega 2400 manns sem styrkja starf UN Women mánaðarlega. Systralag UN Women á Íslandi er helsta fjáröflunarleið samtakanna. Styrktaraðilar Systralagsins eru á öllum aldri og úr hinum ýmsum áttum. Í ár viljum við kynnast styrktaraðilum okkar nánar og um leið skapa umræðu um jafnrétti kynjanna.

Nafn?  Þórarinn Hugleikur Dagsson. IMG_1297

Starf? Listamaður held ég. 

Aldur? 34 held ég.

Hvenær gekkstu í Systralagið? Ég man það ekki nákvæmlega. Bara þegar mér var boðið. Vanalega er ég með Groucho Marx regluna hvað varðar félög og samtök, en í þetta sinn gerði ég undantekningu.

Af hverju að styrkja konur? Vegna þess að heimurinn er enn töluvert ósanngjarn í garð kvenna og þeir sem sjá það ekki, sjá ekki vel. Hérlendis er það launamisrétti, erlendis eru það dauðarefsingar og allstaðar er það heimilisofbeldi.

Hvað þýðir jafnrétti fyrir þér? Jafnrétti ætti að vera óþarft hugtak. Það er svo sjálfsagður hlutur að ég verð pirraður þegar fólk byrjar að tala um það. Mér finnst asnalegt að það sé eitthvað issjú. Mér finnst glatað að það sé eitthvað statement að segjast vera femínisti. Allt gott fólk er femínistar. Hlín Einars og Jakob Bjarnar eru femínistar. Þau bara vita það ekki.

Hvað telur þú að þurfi að gera til að ná fram jafnrétti í heiminum? Ætli það sé ekki almenn hugarfarsbreyting. Risaeðlur eins og trúarbrögð og pólitík eiga sinn stóra þátt í þessari kúgun. Það þarf bara að lóga þeim og finna eitthvað annað. Hætta þessari vitleysu og stofna nýlendur á öðrum plánetum. Já ég er útópisti dauðans. Það er svo mikil uppgjöf í raunsæi.

Related Posts