fbpx

Ný stjórn UN Women tekur til starfa

Heim / Fréttir / Ný stjórn UN Women tekur til starfa

Aðalfundur UN Women var haldinn á Café Haiti þann 26. apríl sl. Á fundinum fóru fram kosningar í stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi. Hlutverk stjórnarinnar felst í að fara með málefni félagsins milli aðalfunda, gera starfsáætlun, veita prókúru fyrir félagið og skipa í starfsnefndir.IMG_4535

Voru úrslit kosninganna þau að Regína Bjarnadóttir, þróunarhagfræðingur mun áfram sinna störfum formanns. Í aðalstjórn sitja sem fyrr Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Magnús Árni Magnússon, dósent, Margrét Rósa Jochumsdóttir, þróunarfræðingur, Olga Eleonora Egonsdóttir, fjármálastjóri, Ólafur Stephensen, ritstjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri. Var Þorsteinn Bachmann, leikari, kosinn inn sem nýr stjórnarmaður í stað Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara, sem lét af störfum eftir fimm ára stjórnarsetu. Á meðan UN Women á Íslandi þakkar Hönnu Björgu innilega fyrir vel unnin störf á liðnum árum viljum við bjóða Þorstein velkominn til starfa og fögnum því sérstaklega að enn einn karlmaður hefur bæst í hópinn.

Í varastjórn sitja áfram Birna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og Ragna Sara Jónsdóttir, þróunar- og viðskiptafræðingur.

Related Posts