fbpx

Sérfræðingur í samfélagsmiðlum óskast

Heim / Fréttir / Sérfræðingur í samfélagsmiðlum óskast

Ert þú skapandi sérfræðingur í samfélagsmiðlum? Hefur þú óþrjótandi áhuga á markaðssetningu? Ertu hugmyndaríkur textasmiður? Langar þig til að taka þátt í að bæta stöðu kvenna og stúlkna víða um heim? UN Women á Íslandi leitar að öflugum liðsauka.

Starfslýsing 

  • Hugmyndavinna fyrir herferðir og fjáröflun ásamt þróun á stafrænni markaðssetningu.
  • Vefumsjón og tæknileg umsjón heimasíðu, kunnátta á WordPress bakenda er kostur.
  • Umsjón með samfélagsmiðlum samtakanna; auglýsingar í gegnum Facebook Ads Manager, Google Adwords o.þ.h.
  • Umsjón með söluvarningi og vefverslun samtakanna; tæknileg þróun og nýr varningur.
  • Hefur umsjón með herferðum og viðburðum á samfélagsmiðlum og heimasíðu.
  • Búa til kostnaðaráætlun fyrir birtingar í samstarfi við rekstrarstýru/framkvæmdastýru
  • Samskipti og starf með grafískum hönnuðum og ábyrgð á að útlit á öllu efni landsnefndarinnar sé samræmt.
  • Undirbúningur viðburða og herferða ásamt herferðar- og kynningarstýru.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Minnst 2ja ára starfsreynsla af stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum.
  • Reynsla af vefumsjón.
  • Hugmyndaauðgi.
  • Reynsla úr fjölmiðlum og auglýsingagerð er kostur.
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða fullt starf. Frekari upplýsingar veitir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í síma 552-6200. Umsóknarfrestur er til og með 24. júní. Kynningarbréf ásamt ferilskrá sendist á unwomen@unwomen.is merktar „sérfræðingur í samfélagsmiðlum“.

UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims. Íslenska landsnefndin styður starf UN Women á alþjóðavísu með fjáröflun, vitundarvakningu og réttindagæslu.

Related Posts