Páskaegg UN Women

[vc_column width="1/2"]Páskaegg UN Women er fyllt með vernd, öryggi, sálrænni aðstoð og atvinnutækifærum fyrir konur á flótta frá Mósul.

UN Women stendur fyrir söfnun fyrir uppbyggingu griðastaða í flóttamannabúðum suður af Mósul.

Skelfilegt stríðsástand ríkir í Mósul, Írak og fer eingöngu versnandi. Fólki á flótta frá Mósul fer fjölgandi með hverjum deginum en um 300 þúsund manns eru á vergangi eftir að hafa flúið borgina og þar af helmingur konur.

Til að mæta þeim fjölda og neyð kvenna á flótta frá Mósul er UN Women að setja á laggirnar fleiri griðastaði í búðunum. En til þess þarf fjármagn.

Með því að kaupa páskaegg UN Women styður þú við uppsetningu griðastaða í flóttamannabúðum í útjaðri Mósul. Með þínum stuðningi veitir þú konum í Mósul og kring von og kraft í skelfilegum aðstæðum.

Páskaegg UN Women er teikning eftir Rán Flygenring og er þetta fullkomin páskagjöf, henni fylgir páskaskraut sem hægt er að prenta út, skreyta og hengja upp. Þess má geta að Rán Flygenring gaf alla vinnu sína.

Allur ágóði rennur til uppbyggingu griðastaða fyrir konur á flótta frá Mósul.[vc_column width="1/2" css=".vc_custom_1491400835383{background-color: #ededed !important;}"][vc_empty_space][vc_single_image image="7379" img_size="full" alignment="center"][vc_single_image image="7361" img_size="full" alignment="center"][vc_empty_space][mk_button corner_style="rounded" size="medium" bg_color="#fad03e" txt_color="#000000" url="https://unwomen.is/taktu-thatt/gjafaverslun/paskaegg/" align="center"]KAUPA PÁSKAEGG[/mk_button][vc_empty_space]Lesa nánar um ástandið í Mósul

[show_more more="Lesa meira" less="Lesa minna" color="#009ddc"]

Inni í borginni er fólk í felum fyrir vígasveitum sem kenna sig við íslamska ríkis (ISIS). Í örvæntingu sinni gefa foreldrar börnum sínum róandi lyf eða valíum og setja límband fyrir munn barna sinna svo ISIS-liðar heyri ekki í gráti þeirra eru fjölskyldur eru í felum. Fólk er notað sem mannlegir skildir í átökunum og skotið af færi. Konur eru bundnar við staura og skildar þar eftir og þurfa að þola gróft kynbundið ofbeldi, eru hnepptar í kynlífsþrælkun og mansal. Gríðarleg hætta fylgir því að flýja borgina en enn hættulegra reynist að dvelja áfram í borginni.

UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur og börn þeirra í flóttamannabúðum í útjaðri Mósul í Hamam Al-Aleel búðunum. Á griðastöðunum fá konurnar vernd og öryggi, sálræna aðstoð og áfallahjálp og atvinnutækifæri til að sjá fyrir sér og börnum sínum. Þar hljóta þær jafningjastuðning, félagsskap og öðlast tilgang á ný í skelfilegu aðstæðum. Á griðastöðunum hljóta þær ekki eingöngu andlegan og sálrænan stuðning heldur gerir UN Women konum í þessum skelfilegu aðstæðum kleift að byggja sig upp, öðlast efnahagslegt sjálfstæði og afla tekna í gegnum störf sín. Þannig styrkist sjálfsmynd þeirra, kraftur kvenna nýtist og þær öðlast á ný tilgang í breyttum aðstæðum.

[/show_more]