Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

Home / Fréttir / Ljósaganga gegn kynbundnu ofbeldi

168900Ljósaganga UN Women á Íslandi verður haldinn á sunnudaginn næstkomandi (25. nóvember). Gangan markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og er jafnframt síðasti Appelsínuguli dagurinn í ár.

Það er ekki til það samfélag á jarðríki þar sem konur þurfa ekki að líða ofbeldi vegna kyns síns. Grófasta form slíks ofbeldis er án efa kerfisbundin morð á konum og stúlkum eða kvennamorð. Þessi hrikalegu brot á mannréttindum kvenna fyrirfinnast í öllum löndum og samfélögum þó birtingarmyndir þeirra séu oft ólíkar.

• Í Gvatemala eru að meðaltali tvær konur drepnar á degi hverjum, eingöngu vegna kyns síns.

• Í Brasilíu deyja 10 konur daglega, eingöngu vegna heimilisofbeldis.

• Í Lýðveldinu Kongó er 36 konum nauðgað að meðaltali á dag.

 Gangan hefst í Alþingisgarðinum kl. 19 og gengið verður að Bíó Paradís við Hverfisgötu. Þrír ljósberar verða heiðraðir í Alþingisgarðinum fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á árinu.Hurir

Í Alþingisgarðinum getur ÞÚ skrifað undir eftirfarandi áskorun: Við krefjumst þess að stjórnvöld geri ALLT sem í þeirra valdi stendur til að útrýma ofbeldi gegn konum: hér heima og að heiman!

Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi er haldinn ár hvert 25. nóvember og þá hefst jafnframt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur fram að Mannréttindadeginum 10. desember.

Að göngunni lokinni verður verðlaunamyndin Skemmd epli (Tyrannosaur) sýnd í Bíó Paradís. Myndin er hluti af Reykjavik European Film Festival (REFF) og rennur allur ágóði af myndinni til UN Women á Íslandi.

Miðaverð er 1.000 krónur. Boðið verður upp á heitt kakó og smákökur eftir gönguna.

Kerti verða seld í Alþingisgarðinum á 500 krónur.

Við hvetjum alla til þess að mæta og sýna samstöðu með systrum sínum um heim allan – ofbeldi gegn konum verður að útrýma.

Um myndina:

Tyrannosaur er fyrsta mynd hins kunna breska leikara Paddy Considine (Last Resort, 24hr Party People, In America) og hefur hlotið hátt á þriðja tug verðlauna víða um heim, þar á meðal á Sundance hátíðinni, BAFTA verðlaununum, og British Independent Film Awards. Með aðalhlutverkin fara Peter Mullan og Olivia Colman, sem bæði hafa verið marglofuð og verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í myndinni.

Ljósmyndasýning:

Í tilefni af alþjóðlega deginum gegn kynbundnu ofbeldi eru til sýnis veggspjöld með auglýsingum úr samkeppni sem Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hélt um bestu evrópsku auglýsinguna til stuðnings vígorðinu Segjum nei við ofbeldi gegn konum á síðasta ári í tilefni af stofnun UN Women – Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Ein íslensk auglýsing: Don´t treat us like trash eftir Elsu Nielsen komst í hóp þrjátíu efstu sem sýndar hafa verið víða um heim unanfarið ár.

  • Í tilefni af Alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi 25. mars 2012 hafa forystumenn Sameinuðu þjóðanna í dag hvatt ráðamenn í heiminum til að grípa til aðgerða:

“Á þessum alþjóðlega degi, hvet ég allar ríkisstjórnir til að standa við fyrirheit sín um að binda enda á hvers kyns ofbeldis gegn konum og stúlkum hvarvetna í heiminum. Ég hvet alla til þess að styðja þetta mikilvæga markmið.” Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Related Posts