Vissir þú að?

  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Konur og stúlkur eru 71% allra þolenda mansals í heiminum
  • Þriðja hver kona í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi

UN Women hefur hrint af stað átakinu Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Við vonum að myndbandið hreyfi sérstaklega við karlmönnum og strákum og hvetjum þá til að beita sér markvisst gegn kynbundnu ofbeldi.

Hvað getur þú gert?

  • Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
  • Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
  • Tilkynntu stafrænt kynferðisofbeldi og netníð sem þú verður vitni að