fbpx

Fiðrildafylking UN Women! Safnaðu áheitum fyrir UN Women

Heim / Fréttir / Fiðrildafylking UN Women! Safnaðu áheitum fyrir UN Women

UN Women á Íslandi leitar til þín því samtökin ætla sér að standa fyrir fiðrildaáhrifum í Reykjarvíkurmaraþoninu í ár og búa til öfluga Fiðrildafylkingu sem hleypur í nafni UN Women.Fidrildi-Facebook



Með því að vera þátttakandi í Fiðrildafylkingunni og safna áheitum fyrir UN Women leggur þú þitt af mörkum í baráttunni gegn fátækt og misrétti í heiminum og fyrir auknu jafnrétti og valdeflingu kvenna. UN Women á Íslandi hvetur þig til þess að skrá þig í Reykjavíkurmaraþonið, hvort sem þú hleypur 10 km eða heilt maraþon.

UN Women á Íslandi skorar á einstaklinga og fyrirtæki að láta að sér kveða í maraþoninu  18. ágúst næstkomandi. Við fögnum sérstaklega skráningum frá vinnufélögum eða saumaklúbbum.  Við munum sjá til þess að hvetja hlauparana okkar til dáða á leiðinni og standa fyrir uppákomum til þess að gera hlaupið eins skemmtilegt og mögulegt er!

Farðu á flug með UN Women í Reykjarvíkurmaraþoninu í ágúst – þannig gerum við konum kleift að mennta sig, stunda vinnu, fæða börnin sín, ferðast til og frá vinnu óáreittar og njóta allra þeirra tækifæra sem lífið hefur upp á að bjóða. Er það ekki einmitt það sem við óskum systrum okkar og dætrum?

Þetta er ósköp einfalt – bætt staða kvenna og aukið jafnrétti og valdefling er skilvirkasta leiðin til þess að búa til betri heim.

Fiðrildaáhrifin

Fiðrildaáhrifin vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft áhrif á stór veðurkerfi hinum megin á hnettinum.
Það má svo sannarlega heimfæra kenninguna um fiðrildaáhrifin á fjáröflun UN Women á Íslandi. Með því að leggja UN Women lið gefst tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Markmið UN Women er að gefa konum byr undir báða vængi. Við erum öll hluti af alþjóðasamfélaginu. Því betri sem aðstæður og kjör okkar eru, því betur erum við í stakk búin til að láta gott af okkur leiða og vera virkir þátttakendur í að bæta hag annarra í heiminum.

Skráning í maraþonið er á www.marathon.is. Til að safna áheitum fyrir UN Women er nauðsynlegt að skrá sig á eftirfarandi síðu: http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/551090-2489

Sendu okkur endilega línu á unwomen@unwomen.is og láttu okkur vita ef að þú ætlar að hlaupa með Fiðrildafylkingu UN Women.

Related Posts