fbpx

Vilt þú taka þátt í starfi UN Women?

Heim / Fréttir / Vilt þú taka þátt í starfi UN Women?

unifem_0474UN Women á Íslandi leitar að kraftmiklum og frjóum einstaklingum með brennandi áhuga á starfi UN Women til þess að taka þátt í metnaðarfullri fjáröflunarviku sem haldin verður í september.

Þetta er í annað sinn sem UN Women heldur fjáröflunarviku, en sú síðasta var haldin árið 2008 og gekk undir nafninu Fiðrildavika. Átakið gekk vonum framar og söfnuðust 92 milljónir á einni viku.

Í ár ætlum við að endurtaka leikinn. Markmið fjáröflunarvikunnar er að hvetja landsmenn til þess að ganga til liðs við UN Women og skrá sig í Systralagið svo að við getum öll verið stoltir þátttakendur í því að uppræta ofbeldi og óréttlæti gegn konum í þróunarlöndum og á átakasvæðum.

Til þess að Fiðrildavikan verði að raunveruleika vantar okkur aðstoð þína!

Öll verkefnin eru krefjandi og spennandi tækifæri fyrir þig að leggja þitt að mörkum fyrir verðugan málsstað- fyrir utan þá miklu reynslu sem bætist við ferilskrána þína.

Ef þú hefur áhuga á því að starfa með UN Women, sendu okkur þá nokkrar línur  á netfangið hanna @ unwomen.is og við munum hafa samband.

Sögusafnarar (þrír til fjórir einstaklingar) Copy_of_Brjostauppbod_286

Hefur þú gaman af sögum og upplýsingasöfnun?

Þá ert þú rétta manneskjan í þetta verkefni. Verkefnið krefst góðrar enskukunnáttu og samskiptahæfileika. Hægt er að vinna heiman frá sér og eru áætlaðar vinnustundir um þrjár klukkustundir á viku. Verkefnið tekur rúmlega mánuð og hefst í maí. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á hanna @ unwomen.is

Fiðrildastjóri

Ertu sjálftstæð/ur með frábæra samskiptahæfileika og hefur gaman af flakki?

Þá er fiðrildaverkefnið fullkomið fyrir þig. Við erum að leita að opinni manneskju til þess að taka að sér mikilvægan lið í fjáröflunarviku okkar. Hægt er að vinna stóran part af verkefninu heiman frá sér en verkefnið krefst einnig ferðalaga um bæinn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi aðgang að bíl en UN Women endurgreiðir bensínkostnað. Vinnutímar ættu ekki að vera fleiri en þrír til fjórar tímar í viku í tvo mánuði. Undirbúningur hefst í maí. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst áhanna @ unwomen.is

Fyrirtækjagleði (þrír- fjórir einstaklingar)

Hefur þú áhuga á leiklist, gleði, hugmyndavinnu og skipulagningu?

Þá er þetta rétta verkefnið fyrir þig. Nauðsynlegt er  að vera með óaðfinnanlega skipulagshæfileika og góða samskiptahæfileika. Hægt er að vinna heiman frá sér og áætlaðar vinnustundir eru um  fjórar klst á viku. Undirbúningur hefst í sumar.  Áhugasamir geta sent póst á hanna @ unwomen.is

Samskiptasíðustjóri

Elskarðu Facebook og Twitter og hefur gaman af því að skrifa?

UN Women er að leita að manneskju til þess að sjá um samskiptasíður okkar og heimasíðu meðan á fjáröflunarviku okkar stendur. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé hnyttinn, sniðugur og snöggur. Viðkomandi getur áætlað að vinnan taki um tvær  klukkustundir á dag í eina viku. Starfið er unnið í samstarfi við verkefnastýru. Undirbúningur hefst í lok ágúst. Sendu okkur línu ef þú hefur áhuga á þessu starfi á hanna @ unwomen.is

Landsbyggðarstjórar (þrír-fimm einstaklingar)

UN Women leitar að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingum sem búa út á landi sem hafa áhuga á að virkja nágranna sína, saumaklúbba, kvennahreyfingar og félagshreyfingar til þess að leggja okkur lið í fjáröflunarvikunni. Hægt er að vinna heiman frá sér og er áætlaður vinnutími um þrjár klukkustundir á viku. Starfið er unnið í nánu samstarfi við verkefnastýru. Undirbúningur hefst fljótlega og stendur yfir í tvo mánuði. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á hanna @ unwomen.is

Related Posts