fbpx

Vilt þú taka þátt í starfi UN Women? Hér er tækifærið!

Heim / Fréttir / Vilt þú taka þátt í starfi UN Women? Hér er tækifærið!

Firildi-Facebook_-_Copy
UN Women á Íslandi leitar að kraftmiklum einstaklingum með brennandi áhuga á starfi UN Women til þess að taka þátt í Fiðrildavikunni 12-18 september. Markmið vikunnar er að hvetja landsmenn til þess að ganga til liðs við UN Women og skrá sig í Systralagið svo að við getum öll verið stoltir þátttakendur í því að uppræta ofbeldi og óréttlæti gegn konum í þróunarlöndum og á átakasvæðum.

Okkur vantar sérstaklega öflugt fólk til að leggja okkur lið í eftirfarandi verkefnum:

1. Kynningar í Kringlunni

Dagana 15-17 september verðum við með bás í Kringlunni og vantar okkur nokkra sjálfboðaliða til að dreifa bæklingum, selja poka, kynna málstaðinn, osfrv.

2. Fyrirtækjaheimsóknir

Unnur Ösp, leikkona, mun heimsækja fyrirtæki í hádegishléum og vera með leikþátt. Okkur bráðvantar fólk sem getur tekið að sér að skrá styrktaraðila á meðan á þessum heimsóknum stendur.

3. Skráningar

Í lok átaksins þarf að skrá niður alla styrktaraðila í Excel. Gott væri að fá nokkra til liðs við okkur í þessari vinnu.

4. Umsjón með heimasíðu og Facebook

Okkur mun vanta aðstoð við að setja inn greinar osfrv á meðan á Fiðrildavikunni stendur. Ef þú átt auðvelt með að vinna með vefsíður og getur aðstoðað þá viljum við endilega heyra í þér!

Öll verkefnin eru krefjandi og spennandi tækifæri fyrir þig að leggja þitt að mörkum fyrir verðugan málsstað- fyrir utan þá miklu reynslu sem bætist við ferilskrána þína.

Í vikunni 5-9 september munum við svo halda undirbúningsfund fyrir alla sjálfboðaliða, þar sem Unnur Ösp mun einmitt frumflytja leikþátt sinn.

Ef þú hefur áhuga á því að starfa með UN Women, sendu okkur þá nokkrar línur á netfangið pbm@vera.is og við munum hafa samband.

 

Hlökkum til að heyra í þér!

Related Posts