fbpx

Til hamingju með daginn!

Heim / Fréttir / Til hamingju með daginn!

UN_WOMEN_vefur

Veðurguðirnir léku við gesti og gangandi á Laugaveginum í gær er Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnaði tilkomu UN Women á alþjóðavísu með óhefðbundum hætti á hundraðasta alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Verk eftir Kitty Von-Sometime og WEIRD GIRLS PROJECT var kynnt,  Elma Lísa Gunnarsdóttir fór í líki fjallkonunnar sem talaði um mikilvægi þess að Íslendingar leggi jafnréttisbaráttunni á alþjóðavísu lið. „Íslendingar eru leiðandi í jafnréttismálum og því fylgir ábyrgð.“

Í lok dagskráarinnar hrópuðu gestir þrefalt húrra fyrir konum, enda miklu að fagna. Jafnréttismál hafa loksins fengið aukið vægi meðal aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna.

Íslenska landsnefndin vill þakka öllum sem lögðu UN Women lið við undirbúning gleðinnar og þá sérstaklega  Kitty Von-Sometime og stúlkunum úr WEIRD GIRLS PROJECT,Kristni Magnússyni ljósmyndara, Birtu Björnsdóttur fatahönnuði, Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikkonu, nemendum Kvennaskólans í Reykjavík, versluninni Geysi, lúðrasveitinni Svani, Exton, Byko og kaffihúsinu Glætunni.

Einnig vill landsnefndin þakka öllum þeim sem mættu í gær og sýndu okkur stuðning.

Áfram konur!

Related Posts