fbpx

Morgunverðarfundur UN Women: Er réttlæti kvenna minna virði en karla?

Heim / Fréttir / Morgunverðarfundur UN Women: Er réttlæti kvenna minna virði en karla?

Árlegur morgunverðarfundur UN Women á Íslandi var haldin 25. nóvebmer síðastliðin á Hótel Grand við góðar undirtektir. Hátt í 50 manns mættu á fundinn og gæddu sér á ljúffengum morgunverði.

morgunverarfundur_026

Fundurinn í ár var tileinkaður skýrslu UN Women Staða kvenna í heiminum: Leitin að réttlæti (e. Progress on the World‘s Women: In Pursuit of Justice) undir yfirskriftinni Er réttlæti kvenna minna virði en karla?

Heiðursgestur fundarins var Jolin Zaghloul, palestínskur lögfræðingur sem unnið hefur mikið með konum sem sitja í fangelsi. Vegið er að palestínskum konum sem brotið hafa lögin og þær sviptar öllum grundvallarmannréttindum er þær sitja í fangelsi og alltof oft sitja konur í fangelsi fyrir glæpi sem þær hafa ekki framið. Þá er einnig algengt að konur noti fangelsi sem athvarf eða griðastað undan ofbeldisfullum eiginmönnum því enginn önnur úrræði eru í boði að sögn Zaghloul.

Einnig hélt Ester Sumbana, yfirmaður í Kvenna- og velferðarráðuneytis Mósambík stutt erindi um stöðu kvenna í Mósambík.

UN Women kann Ester og Jolin kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í líf kvenna á heimaslóðum þeirra.

Related Posts