Fokk Ofbeldi húfan 2019 komin í sölu

Home / Óflokkað / Fokk Ofbeldi húfan 2019 komin í sölu

Lýsum upp myrkrið með Fokk Ofbeldi húfu

Þriðja hver kona í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur eru beittar ofbeldi og eru þolendur misbeitingu valds um allan heim. Þolinmæðin er á þrotum – byltingin er hafin.

Með því að kaupa Fokk Ofbeldi húfu tekur þú þátt í að lýsa upp myrkur kvenna og stúlkna sem þurft hafa að þola ofbeldi. UN Women starfrækir verkefni víða um heim og vinnur að því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, fræðir almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis og tryggir þolendum viðeigandi aðstoð.

Eitt þeirra verkefna er kvennaathvarf fyrir Jasídakonur í Írak sem neyddar hafa verið í kynlífsþrælkun og þurft að þola gróft kynferðisofbeldi af hendi liðsmanna vígasveita íslamska ríkisins. Í athvarfinu fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Hver og ein kona fær þriggja mánaða sálfræðiaðstoð og áframhaldandi aðhlynningu ef þarf, en einnig fá aðstandendur þolenda faglega aðstoð og ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær.

Af hverju að kaupa FO húfu og styrkja UN Women?

  • Einni af hverjum tíu konum í heiminum hefur verið nauðgað
  • 650 milljónir núlifandi kvenna hafa verið giftar á barnsaldri
  • Helmingur kvenna innan Evrópusambandsríkja hefur upplifað kynferðislega áreitni
  • 200 milljónir núlifandi kvenna hafa þurft að þola limlestingu á kynfærum sínum

Fokk ofbeldi húfan fæst hér og í verslunum Vodafone dagana 31.janúar – 14.febrúar.

Allur ágóði rennur til verkefna UN Women og vert er að taka fram að Vodafone er bakhjarl herferðarinnar og stóð straum af kostnaði við framleiðslu Fokk Ofbeldi húfunnar.

Það er ósk okkar hjá UN Women á Íslandi að landsmenn taki höndum saman, næli sér í FO húfu og lýsi stoltir upp myrkrið.

Kaupa húfu hér

#Fokkofbeldi

Related Posts