fbpx

Allir í appelsínugult! Upprætum ofbeldi gegn konum!

Heim / Fréttir / Allir í appelsínugult! Upprætum ofbeldi gegn konum!

Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna og UN Women hafa tileinkað 25. dag hvers mánaðar baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.  Um er að ræða alþjóðlegt átak, Appelsínugula daginn, sem verður ýtt úr vör 25. júlí og stendur yfir í fimm mánuði. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.

Orange_Day_FB_cover_photo

Að því tilefni hvetur UN Women á Íslandi alla að klæðast appelsínugulu á morgun og sýna samtöðu gegn einu útbreiddasta mannréttindabroti í heiminu – ofbeldi gegn konum.

Hingað til hefur 25. nóvember verið helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi en einn dagur á ári er ekki nóg. Með appelsínugula deginum fá allir, jafnt ríkistjórnir, frjáls félagasamtök sem og einstaklingar, tækifæri á því að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og stúlkum og mikilvægi þess að uppræta það með því að klæðast appelsínugulu.

Þá hvetja samtökin landsmenn til að birta myndir af sér í appelsínugulu á Fésbókarsíðu UN Women á Íslandi og deila upplýsingum um Appelsínugula daginn áfram til vina á Fésbókinni og Twitter.

http://www.facebook.com/events/501034676577654/

Related Posts