Völd og áhrif kvenna á vettvangi stjórnmála eru takmörkuð um allan heim. Of fáar konur eru leiðtogar og fylla forystusæti kjörinna fulltrúa í bæði ríkis- og sveitastjórnum sem og innan háskólasamfélagsins. Auk þess er kjörsókn kvenna lakari en karla víða um heim. Konur standa í frammi fyrir ýmsum hindrunum á leið sinni til áhrifa. Kerfislæg mismunun og í bland við óréttlát lög erfiða konum til athafna og valda. Staðan er því miður þessi þrátt fyrir að konur og karlar séu jafn hæf til að leiða og vera í forystuhlutverki.

Á heimsvísu er eingöngu ein af hverjum fimm þingmönnum, kona. Um þessar mundir eru starfandi þingkonur í heiminum aðeins tæp 23% allra þingmanna. Tíu konur gegna embætti forseta og níu konur eru forsætisráðherrar í heiminum. Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Valdeflandi leiðtogaþjálfun við þátttöku kvenna í stjórnmálum og í atvinnulífi eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla. UN Women styður konur til forystu og áhrifa um allan heim meðal annars með því að þrýsta á stjórnvöld að fá lögum breytt konum í hag til að tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum. UN Women veitir einnig konum valdeflandi frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun þar sem staða kvenna er hve bágust.