Ég fékk páskaegg frá UN Women

Home / Óflokkað / Ég fékk páskaegg frá UN Women

Páskaegg UN Women er fyllt með vernd, öryggi, sálrænni aðstoð og atvinnutækifærum fyrir konur á flótta frá Mósul.

UN Women stendur fyrir söfnun á uppbyggingu griðastaða í flóttamannabúðum suður af Mósul.

Skelfilegt stríðsástand ríkir í Mósul, Írak og fer eingöngu versnandi. Fólki á flótta frá Mósul fer fjölgandi með hverjum deginum en um 300 þúsund manns eru á vergangi eftir að hafa flúið borgina og þar af helmingur konur.

Til að mæta þeim fjölda og neyð kvenna á flótta frá Mósul er UN Women að setja á laggirnar fleiri griðastaði í búðunum. En til þess þarf fjármagn.

Með því að kaupa páskaegg UN Women styður þú við uppsetningu griðastaða í flóttamannabúðum í útjaðri Mósul. Með þínum stuðningi veitir þú konum í Mósul og kring von og kraft í skelfilegum aðstæðum.

Páskaegg UN Women í ár er hannað af Rán Flygenring og gjöfinni fylgir páskaskraut sem hægt er að prenta út, skreyta og hengja upp.

Allur ágóði rennur til uppbyggingu griðastaða fyrir konur á flótta frá Mósul.