Ég fékk páskaegg frá UN Women

[mk_page_section][vc_column width="2/3"]Páskaegg UN Women er fyllt með vernd, öryggi, sálrænni aðstoð og atvinnutækifærum fyrir konur á flótta frá Mósul.

UN Women stendur fyrir söfnun á uppbyggingu griðastaða í flóttamannabúðum suður af Mósul.

Skelfilegt stríðsástand ríkir í Mósul, Írak og fer eingöngu versnandi. Fólki á flótta frá Mósul fer fjölgandi með hverjum deginum en um 300 þúsund manns eru á vergangi eftir að hafa flúið borgina og þar af helmingur konur.

Til að mæta þeim fjölda og neyð kvenna á flótta frá Mósul er UN Women að setja á laggirnar fleiri griðastaði í búðunum. En til þess þarf fjármagn.

Með því að kaupa páskaegg UN Women styður þú við uppsetningu griðastaða í flóttamannabúðum í útjaðri Mósul. Með þínum stuðningi veitir þú konum í Mósul og kring von og kraft í skelfilegum aðstæðum.

Páskaegg UN Women í ár er hannað af Rán Flygenring og gjöfinni fylgir páskaskraut sem hægt er að prenta út, skreyta og hengja upp.

Allur ágóði rennur til uppbyggingu griðastaða fyrir konur á flótta frá Mósul.[vc_empty_space][vc_column width="1/3" css=".vc_custom_1491393076559{background-color: #f2f2f2 !important;}"][vc_empty_space][vc_single_image image="7379" img_size="full" alignment="center"][vc_single_image image="7361" img_size="full" alignment="center"][vc_empty_space][mk_button corner_style="rounded" size="medium" bg_color="#fad03e" txt_color="#000000" url="https://unwomen.is/taktu-thatt/gjafaverslun/paskaegg/" align="center"]KAUPA PÁSKAEGG[/mk_button][vc_empty_space][/mk_page_section]