„Ég var send 15 ára gömul frá Gambíu til New York til að giftast þar mun eldri manni sem ég hafði aldrei hitt. Ég held að það erfiðasta sem ung stúlka gengur í gegnum, sé að þurfa að giftast, alltof ung, eldri manni. Ég vissi þá að allt var breytt,“ segir Jaha sem hefur tileinkað lífi sínu baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna.

„Ég er þeirrar skoðunar að þegar ung stelpa eru þvinguð í hjónaband er búið að gefa karlmanninum rétt til að þess að nauðga henni daglega,“ þannig upplifði ég það.

Áður en ég var send til Bandaríkjanna, 15 ára gömul, komst ég að því að ég hafði verið limlest á kynfærum mínum sem barn. Í fyrstu vissi ég ekki hvað þetta þýddi fyrir mig. Ég hélt að þetta væri eðlilegur hluti af lífinu og að allar stelpur þyrftu að ganga í gegnum þessa aðgerð. En ég man enn sársaukann og örin mun ég bera á sál og líkama allt mitt líf.“

Limlesting á kynfærum kvenna fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega og fela í sér andlega og líkamlega áverka. Flestar stúlkur eru limlestar á aldrinum frá fæðingu til fimmtán ára aldurs og skaðinn er óbætanlegur.

„Í mínu tilviki voru ytri kynfæri, snípur og skapabarmar, fjarlægð og saumað að mestu fyrir. Þá rann upp fyrir mér að ég gæti ekki stundað kynlíf fyrr en ég yrði skorin upp aftur. Þegar ég eignaðist dóttur mína ákvað ég að segja sögu mína. Ég vil ekki að hún þurfi að ganga í gegnum það sama og ég var látin ganga í gegnum. Ég veit líka að það eru milljónir stúlkna þarna úti, á sama aldri og dóttir mín, sem eiga sér enga málsvara. Ég verð að berjast gegn þessu ofbeldi fyrir þær.“

„Ég veit að fjölskylda mín í Gambíu líður fyrir það að ég skuli segja mína sögu. Pabbi minn hefur átt erfitt því honum er kennt um baráttu mína gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Fólk segir að það sé vegna þess að hann hafi leyft mér að mennta mig. Ég læt það ekki stoppa mig og held ótrauð áfram, fyrir allar þær stelpur sem eiga sér ekki málsvara og halda að það sé ófrávíkjanlegur hluti af lífinu að fara undir þennan skaðlega hníf,“ segir Jaha. „Við náum ekki kynjajafnrétti fyrr en konur og stúlkur ráða algjörlega yfir eigin líkama og framtíð.“

Jaha er fædd í Gambíu árið 1989 en býr í dag í Bandaríkjunum og hefur tileinkað lífi sínu baráttunni. Í dag ferðast hún um Gambíu með fræðslu að vopni og segir sögu sína og vinnur þar með að því að uppræta þennan skaðlega sið.