„Lífið var orðið nokkuð gott. Ég var 17 ára og nýbúin að giftast eiginmanni mínum þegar hann var myrtur af Mjanmarska hernum. Þeir ruddust inn á heimili okkar, myrtu eiginmann minn fyrir framan mig. Ég reyndi að flýja, náði að hlaupa út úr húsinu í áttina að skóginum þar sem þeir náðu mér.

Einn af þeim nauðgaði mér. Hinir horfðu á. Ég skammast mín. Ég vissi að ég yrði útskúfuð. Í dag er ég ólétt. Þegar barnið fæðist, verður það mitt. Ég hef ákveðið að elska þetta barn. Sama hver faðirinn er. Ég ætla að taka á mig skömmina og standa með mér og barninu mínu. En ég veit að ég verð útskúfuð.“

Khadija er ein af þeim mörgu hugrökku sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi í kjölfar ógnar og þjóðernishreinsana Mjanmarska hersins gagnvart Róhingjum. Mikil skömm fylgir því að ganga með og eiga barn í kjölfar nauðgunar. Skömmin gerir Róhingjakonum erfitt fyrir að viðurkenna þungunina og staðreyndin er sú að margar Róhingjakonur, sérstaklega unglingsstúlkur, reyna eftir fremsta megni að fela að þær séu óléttar og leita sér ekki læknis- og fæðingaraðstoðar, af ótta við skömmina sem því fylgir. Khadija er ein af um 80 þúsund Róhingjakonum sem bera barn undir belti í kjölfar ofsókna, ofbeldis og skipulagðra nauðgana Mjanmarska hersins.