img_9065aAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök Atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð standa að Hvatningaverðlaunum jafnréttismála árlega.

Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum.

Þau fyrirtæki sem hlotið hafa heiðurinn eru Alcan Iceland Ltd. / Rio Tinto, Íslandsbanki og Orkuveita Reykjavíkur og Vodafone og fögnum við þeirra starfi í jafnréttismálum.