Herferðir

UN Women á Íslandi hefur staðið fyrir fjölda herferða undanfarin ár og farið nýstárlegar leiðir við að vekja landsmenn til umhugsunar um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna um víða veröld.

UN Women

UN Women (United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women) er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis um heim allan.

Við styrkjum

Eitt mikilvægasta verkefni UN Women á Íslandi er að styðja við verkefni UN Women um heim allan heim sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum, efla réttindi þeirra og þátttöku þeirra í stjórnmálum. UN Women vinnur einnig að efnahagslegslegri valdeflingu kvenna ásamt því að tryggja að þörfum kvenna og stúlkna í neyð sé mætt.

HeForShe

HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Ísland getur orðið fyrsta landið til að láta raunverulegt kynjajafnrétti verða að veruleika og það á okkar tímum. Til að verða boðberar þeirra breytinga þurfum við öll að leggjast á eitt og búa til heim þar sem konur standa jafnfætis karlmönnum.

Íslenska landsnefndin

Landsnefnd UN Women á Íslandi (áður UNIFEM) var stofnuð árið 1989. Þróunarmál voru ekki mikið til umræðu á Íslandi á þeim tíma, hvað þá staða kvenna í þróunarlöndum og var áhugi almennings fyrir UNIFEM í takt við umræðuna. Ef það hefði ekki verið fyrir elju og óeigingjarnt starf þeirra kvenna sem unnu í sjálfboðavinnu á kvöldin og í frítíma sínum að samtökunum meðfram fullu starfi, hefði starf landsnefndarinnar aldrei náð dampi.

Innlent samstarf

Helstu verkefni landsnefndarinnar innanlands er vitundarvakning auk náins samstarfs landsnefndarinnar með utanríkisráðuneytinu.