1.990kr.

Vasaljós

Lýstu upp myrkur Róhingjakonu á flótta

Þessi táknræna gjöf inniheldur tvö vasaljós með sólarrafhlöðu sem UN Women dreifir til kvenna á flótta í Bangladess. Í flóttamannabúðunum við Cox‘s Bazarar búa konur við grimman veruleika þar sem stöðugur ótti við ofbeldi, kynferðislega misnotkun og mansal vofir yfir konum. Fyrir vikið þora þær ekki út úr kofum sínum og eru nær hvergi sjáanlegar. Konur í búðunum dvelja því heima að meðaltali 21-24 klukkustundir á sólarhring af ótta við ofbeldi. Sérstaklega eftir að myrkur skellur á veigra konur sér við að fara á salerni og sækja vatn í búðunum.

UN Women dreifir því vasaljósum með sólarrafhlöðu til kvenna í búðunum sem gerir þeim kleift að fara um búðirnar eftir myrkur. Um er að ræða einfalda en áhrifaríka leið til að auka öryggi kvenna í búðunum.

  • Þegar þú kaupir þessa tilteknu gjöf hjá UN Women sendum við þér eða þeim sem þú vilt gefa rafrænt gjafabréf
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-16:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi
Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Gjöfin inniheldur tvö vasaljós með sólarrafhlöðu sem kemur sér vel fyrir Róhingjakonu í flóttamannabúðum í Bangladess.

Frekari upplýsingar

Upphæð gjafabréfs

1.990kr.