4.450kr.

Tölvunámskeið í Zaatari

Starfsþjálfun fyrir konur í Zaatari flóttamannabúðunum

UN Women hefur undanfarin ár starfrækt griðastaði fyrir konur og börn í fjórum flóttamannabúðum í Jórdaníu, þ.á.m í Zaatari búðunum. Fyrir tilstilli starfs UN Women hafa konur og stúlkur öðlast tækifæri til að afla sér þekkingar og starfsþjálfunar svo að þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Konur sem sækja tölvunámskeið í búðunum geta skapað sér atvinnutækifæri með nýrri þekkingu.

Athvarfið samanstendur af níu gámum og er rekið í samstarfi við konurnar sem búa í búðunum. Komið hefur verið upp klæðskerastofu, hárgreiðslustofu og barnaheimili en á saumastofunni eru m.a. saumuð ungbarnaföt fyrir sjúkrahús búðanna. Um 800 konur nýta sér þjónustu athvarfsins í hverjum mánuði.

  • Þegar þú kaupir táknræna gjöf hjá UN Women færðu gjafabréf þar sem fram kemur hver gjöfin er og hvar hún nýtist
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-16:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi
Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Starfsþjálfun veitir konum í Zaatari flóttamannabúðunum tækifæri til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.