5.100kr.

Skilríki

Gerir konum í Egyptalandi kleift að nýta réttindi sín

Gjöfin veitir þremur konum í Egyptalandi skilríki. Margar konur í Egyptalandi eru ólæsar, þekkja ekki réttindi sín og eru þar af leiðandi jaðarsettari en karlmenn. UN Women er því í samstarfi við yfirvöld þarlendis um að skrásetja konur, gefa út og afhenda konum skilríki.

Að vera skrásettur og eiga skilríki er grundvallarforsenda þess að geta kosið, stundað bankaviðskipti, fengið ökuréttindi, notað heilbrigðisþjónustu og aðra félagslega þjónustu. Skilríki veitir konum í Egyptalandi mikið frelsi og gerir þeim kleift að nýta réttindi sín.

  • Þegar þú kaupir táknræna gjöf hjá UN Women færðu gjafabréf þar sem fram kemur hver gjöfin er og hvar hún nýtist
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-16:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi
Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Þessi gjöf veitir þremur konum í Egyptalandi skilríki sem gerir þeim kleift að nýta réttindi sín.