5.100kr.

Skilríki

Gjöfin þín veitir þremur konum í Egyptalandi skilríki. Margar konur í Egyptalandi eru ólæsar, þekkja ekki réttindi sín og eru þar af leiðandi jaðarsettari en karlmenn. UN Women er því í samstarfi við yfirvöld þarlendis um að skrásetja konur, gefa út og afhenda konum skilríki.

Að vera skrásettur og eiga skilríki er grundvallarforsenda þess að geta kosið, stundað bankaviðskipti, fengið ökuréttindi, notað heilbrigðisþjónustu og aðra félagslega þjónustu. Skilríki veitir konum í Egyptalandi mikið frelsi og gerir þeim kleift að nýta réttindi sín.

Ath! Gjafabréf afgreiðast ekki fyrr enn fyrsta virka dag ef pantað er um helgi. Hægt er að sækja gjafabréf milli 9-16:30 alla virka daga nema föstudaga til kl. 16.

Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Ef greitt er með debetkorti á borgunarsíðu Valitors, mælir Valitor með því að kaupandi setji kortanúmer inn rétt eins og kreditkort. Ekki skrá kortið sem debetkort þá fer það ekki í gegn.