7.800kr.

Leiðtogaþjálfun

Valdefling unglingsstúlkna í gegnum íþróttir

Þessi gjöf veitir 11 unglingsstúlkum í Brasilíu leiðtogaþjálfun. Stúlkur í Brasilíu eru sex sinnum líklegri til að hætta í námi og íþróttum en karlkyns jafnaldrar þeirra.

UN Women stendur fyrir verkefni í Ríó sem veitir stúlkum í fátækari hverfum borgarinnar aðgang að öruggum svæðum þar sem þær hljóta leiðtogaþjálfun og menntun í gegnum íþróttir. Þar er þeim boðið upp á sjálfsstyrkingu og fræðslu í fjármálalæsi.

Með því að efla sjálfstraust stúlknanna og auka aðgengi þeirra að menntun leitast UN Women við að valdefla þær, bæta framtíð þeirra og auka tækifæri þeirra til þátttöku í samfélaginu.

  • Þegar þú kaupir táknræna gjöf hjá UN Women færðu gjafabréf þar sem fram kemur hver gjöfin er og hvar hún nýtist
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-17:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi
Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Þessi gjöf veitir 11 unglingsstúlkum í Brasilíu leiðtogaþjálfun sem valdeflir þær, bætir framtíð þeirra og eykur tækifæri þeirra til þátttöku í samfélaginu.