107.700kr.

Griðastaður

Öruggt skjól og atvinnutækifæri fyrir konur á flótta

Þessi gjöf tryggir starfsemi griðastaðar UN Women fyrir konur í flóttamannabúðum víða um heim. Þar eru konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og lífsskilyrði þeirra erfið og tækifæri takmörkuð.

UN Women starfrækir griðastaði í flóttamannabúðum, t.d. í Jórdaníu og Bangladess, sem eru eingöngu aðgengilegir konum, stúlkum og börnum þeirra. Þar fá konur öruggt skjól og atvinnutækifæri.

Á griðastöðum UN Women fá konur og stúlkur fá tækifæri til að afla sér þekkingar á ólíkum sviðum og njóta launaðra starfa, en ein helsta áskorun kvenna í flóttamannabúðum er að fá launuð störf til þess að geta framfleytt fjölskyldum sínum. Þúsundir kvenna njóta góðs af griðastöðum UN Women í hverjum mánuði.

  • Þegar þú kaupir táknræna gjöf hjá UN Women færðu gjafabréf þar sem fram kemur hver gjöfin er og hvar hún nýtist
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-16:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi
Flokkur: Merkimiðar: ,

Lýsing

Þessi gjöf tryggir starfsemi griðastaðar UN Women fyrir konur í flóttamannabúðum víða um heim.