23.000kr.

Frumkvöðlaþjálfun

Þessi gjöf veitir sjö konum á flótta frumkvöðlaþjálfun á griðastöðum UN Women í Kamerún. Konur sem hafa flúið átök og náttúruhamfarir skortir tækifæri og eiga erfitt með að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.

Í frumkvöðlaþjálfun læra konur að hefja eigin rekstur út frá sérhæfingu hverrar og einnar, fjárhagsáætlanagerð og rekstrarfræði. Með þessari heildrænu nálgun gefst konum tækifæri til að verða enn sjálfstæðari og sterkari í kjölfar þess áfalls að þurfa að flýja heimkynni sín. Andvirði gjafarinnar rennur óskipt til verkefna UN Women.

Ath! Gjafabréf afgreiðast ekki fyrr enn fyrsta virka dag ef pantað er um helgi. Hægt er að sækja gjafabréf milli 9-16:30 alla virka daga nema föstudaga til kl. 16.

Lýsing

Ef greitt er með debetkorti á borgunarsíðu Valitors, mælir Valitor með því að kaupandi setji kortanúmer inn rétt eins og kreditkort. Ekki skrá kortið sem debetkort þá fer það ekki í gegn.