23.000kr.

Frumkvöðlaþjálfun

Nýtt upphaf fyrir konur á flótta í Kamerún

Þessi gjöf veitir sjö konum á flótta frumkvöðlaþjálfun á griðastöðum UN Women í Kamerún. Konur sem hafa flúið átök og náttúruhamfarir skortir tækifæri og eiga erfitt með að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.

Í frumkvöðlaþjálfun læra konur að hefja eigin rekstur út frá sérhæfingu hverrar og einnar, fjárhagsáætlanagerð og rekstrarfræði. Með þessari heildrænu nálgun gefst konum tækifæri til að verða enn sjálfstæðari og sterkari í kjölfar þess áfalls að þurfa að flýja heimkynni sín.

  • Þegar þú kaupir táknræna gjöf hjá UN Women færðu gjafabréf þar sem fram kemur hver gjöfin er og hvar hún nýtist
  • Hægt er að sækja pantanir á skrifstofu okkar Laugavegi 176 (5. hæð) alla virka daga milli 09:00-17:00
  • Heimsending tekur um 5-7 virka daga innanlands með Póstinum og kostar 220 kr.
  • Ef pantað er um helgi afhendist varan á næsta virka degi

Lýsing

Þessi gjöf veitir sjö konum á flótta frumkvöðlaþjálfun þar sem þær læra að hefja eigin rekstur á griðastöðum UN Women í Kamerún.