Inga Dóra Pétursdóttir
Framkvæmdastýra
Senda Ingu Dóru tölvupóst

Inga Dóra hefur verið framkvæmdastýra síðustu sex ár og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að efnahagslegri valdeflingu og stjórnmálaþátttöku kvenna, friði og öryggi sem og að enda kynbundið ofbeldi. Árið 1998 hélt Inga Dóra til Gvatemala sem sjálfboðaliði fyrir Sannleiksverkefnið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þegar 36 ára borgarastyrjöld lauk og friður komst loks á  í landinu og var það hlutverk Sannleiksverkefnisins að gera upp þessi erfiðu mál. Þessi reynsla hafði djúp áhrif á Ingu Dóru og var hvatningin að hennar námi í mannfræði  sem síðar leiddi hana til þess að vinna í Ghana, Malaví, Bandaríkjunum, Spáni og Afganistan.

Hanna Eiríksdóttir
Herferðastýra
Senda Hönnu tölvupóst

Hanna hefur unnið hjá UN Women undanfarin sex ár en hún er með BS próf í blaðamennsku frá University of Florida þar bjó hún í tæp átta ár. Hún er einnig með meistaragráðu frá Sussex-háskóla í mannréttindum og starfaði sem blaðakona til fimm ára hjá hinum ýmsu blöðum. Hanna hefur á einhverjum tímapunkti sinn öllum störfum skrifstofunnar og þekkir því starfið frá öllum hliðinum en kann best við sig í markaðsetningu á starfinu.

Marta Goðadóttir
Kynningarstýra
Senda Mörtu tölvupóst

Sem kynningarstýra heldur Marta utan um kynningarmál UN Women á Íslandi, sér um samskipti við fjölmiðla og ritað efni samtakanna. Marta er lærði íslensku og kynjafræði í Háskóla Íslands auk þess sem hún er með diplómapróf bæði í alþjóðasamskiptum og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún sem blaðakona og kenndi bæði íslenskum og erlendum nemendum íslensku.

Snædís Baldursdóttir
Fjáröflunarstýra
Senda Snædísi tölvupóst

Sem fjáröflunarstýra sinnir Snædís öllum samskiptum við styrktaraðila, hefur umsjón með einstaklingsmiðaðri fjáröflun samtakanna og heldur utan um Systralagið. Snædís er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og er markþjálfi frá Opna Háskólanum. Hún starfaði í sjö ár í Landsbankanum, lengst af í markaðsdeild.