Skrifstofa UN Women á Íslandi

Stella Samúelsdóttir
Framkvæmdastýra
stella@unwomen.is

Um Stellu
Stella hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna. Hún er mann­fræðing­ur með mennt­un á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu, alþjóðasam­skipt­um og hag­fræði. Stella hef­ur meira og minna verið búsett erlendis síðustu 15 árin. Fyrst á Ítalíu, svo í Malaví og loks í Bandaríkjunum. Hún hefur víðtæka starfs­reynslu bæði á sviðum þró­un­ar­sam­vinnu, rekst­urs og viðskipta. Hún starfaði í fimm ár á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands í Mala­ví og seinna sem sér­fræðing­ur hjá fasta­nefnd Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum í New York þar sem hún tók þátt í hinum ýmsu samn­ingaviðræðum fyr­ir hönd Íslands í alls­herj­arþingi SÞ, þ.á.m. var hún þátt­tak­andi í samn­ingaviðræðum um stofn­un UN Women. Hún hef­ur einnig starfað sem sjálf­stæður ráðgjafi í þró­un­ar­mál­um sem og rekið eigið fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um.

Áslaug Ármannsdóttir
Rekstrarstýra
aslaug@unwomen.is

UM ÁSLAUGU
Sem rekstrarstýra UN Women á Íslandi ber Áslaug ábyrgð á skrifstofurekstri og starfsmannahaldi, verkefnastjórnun, og fyrirtækjasamstarfi. Áslaug er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MPM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið námi í markþjálfun frá Coach U og teymisþjálfun frá Team Coaching Studio. Síðustu ár hefur Áslaug starfað við verkefnastýringu, markþjálfun og teymisþjálfun.

Sara McMahon
Kynningarstýra
sara@unwomen.is

UM SÖRU
Sara hefur umsjón með hönnun og skipalagi herferða, stýrir kynningarmálum UN Women á Íslandi auk þess að hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla og öllu rituðu efni samtakanna. Auk þess heldur hún kynningar á samtökunum og hefur umsjón með starfi Ungmennaráðs samtakanna. Sara er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka MA í þróunarfræðum frá sama skóla. Sara starfaði sem blaðamaður í átta ár, m.a. hjá Fréttablaðinu, Iceland Magazine og Kjarnanum. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við þýðingar og textasmíð af ýmsu tagi.

Thelma Lind Jóhannsdóttir
Fjármála- og fjáröflunarstýra
thelmalind@unwomen.is

UM THELMU

Sem fjáröflunarstýra ber Thelma Lind ábyrgð á einstaklingsmiðaðri fjáröflun UN Women á Íslandi, samskiptum við mánaðarlega styrktaraðila ásamt því að leiða starf fjáröflunarhóps samtakanna. Auk þess stýrir hún markmiðasetningu og almennri eftirfylgni í tengslum við fjáraflanir samtakanna. Einnig heldur Thelma Lind utan um bókhald og fjármál samtakanna og skýrslugerð þeim tengdum. Thelma Lind er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Elva Hrönn Hjartardóttir
Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
elva@unwomen.is

UM ELVU
Sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá UN Women á Íslandi ber Elva ábyrgð á stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum samtakanna. Elva er með BA gráðu í stjórnmálafræði, með viðskiptafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands og diplómagráðu frá NOEA í Álaborg í Danmörku. Áður en Elva hóf störf hjá UN Women á Íslandi starfaði hún við markaðsmál, samfélagsmiðla, textagerð, þýðingar, verkefna- og viðburðastýringu og jafnréttismál hjá VR.

Thelma Rut Elíasdóttir
Sérfræðingur á fjáröflunarsviði
thelma@unwomen.is

UM THELMU
Thelma starfar sem sérfræðingur í fjáröflun og ber ábyrgð á samskiptum við mánaðarlega styrktaraðila samtakanna, sinnir einstaklings- og fyrirtækjamiðaðri fjáröflun ásamt ýmsum gagnagreiningum. Starf Thelmu snýst um að veita sem besta þjónustu til styrktaraðila samtakanna og tryggja gott upplýsingaflæði til Ljósbera. Thelma útskrifaðist árið 2016 með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og árið 2022 með MA gráðu í Alþjóðasamskiptum frá sama skóla.

Thelma er þáttakandi í rannsóknarverkefni Dr. Silju Báru Ómarsdóttur: “Liberalizing Abortion Rights Amidst Global Backlash”, en MA ritgerð Thelmu er hluti af rannsóknarverkefninu og fjallar um andstöðu gegn réttindum kvenna til þungunarrofs og yfirráða yfir eigin líkama.

Elín

Elín Ásta Finnsdóttir
Verkefnastýra fjáröflunar
elin@unwomen.is

UM ELÍNU
Sem vaktstýra hefur Elín umsjón með símaveri samtakanna í samstarfi við fjáröflunarstýru, en hlutverk símavers er að viðhalda góðu sambandi við núverandi styrktaraðila samtakanna sem og að afla nýrra ljósbera. Elín starfaði við úthringingar í hlutastarfi frá árinu 2014 áður en hún tók við starfi vaktstýru.