Stella Samúelsdóttir
Framkvæmdastýra
Senda Stellu tölvupóst

Stella hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna. Hún er mann­fræðing­ur með mennt­un á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu, alþjóðasam­skipt­um og hag­fræði.
Stella hef­ur meira og minna verið búsett erlendis síðustu 15 árin. Fyrst á Ítalíu, svo í Malaví og loks í Bandaríkjunum. Hún hefur víðtæka starfs­reynslu bæði á sviðum þró­un­ar­sam­vinnu, rekst­urs og viðskipta. Hún starfaði í fimm ár á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands í Mala­ví og seinna sem sér­fræðing­ur hjá fasta­nefnd Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum í New York þar sem hún tók þátt í hinum ýmsu samn­ingaviðræðum fyr­ir hönd Íslands í alls­herj­arþingi SÞ, þ.á.m. var hún þátt­tak­andi í samn­ingaviðræðum um stofn­un UN Women. Hún hef­ur einnig starfað sem sjálf­stæður ráðgjafi í þró­un­ar­mál­um sem og rekið eigið fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um.

Marta Goðadóttir
Herferða- og kynningarstýra
Senda Mörtu tölvupóst

Sem herferða- og kynningarstýra hefur Marta umsjón með herferðum og kynningarmálum UN Women á Íslandi, sér um samskipti við fjölmiðla og ritað efni samtakanna, heldur kynningar á samtökunum og hefur umsjón með starfi Ungmennaráðs samtakanna. Marta lærði íslensku og kynjafræði í Háskóla Íslands auk þess sem hún er með menntun á meistarastigi í alþjóðasamskiptum og kennsluréttindum. Áður starfaði hún sem blaðakona og kenndi bæði íslenskum og erlendum nemendum íslensku.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Sérfræðingur á samfélagsmiðlum
Senda Heklu tölvupóst

Hekla Elísabet sér um samfélagsmiðla UN Women á Íslandi frá A-Ö og vinnur náið með herferða- og kynningarstýru að herferðum, átökum og viðburðum. Hún er með B.A.-gráðu af Sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands og hefur undanfarin ár fengist við texta- og hugmyndasmíð, framleiðslu, stíliseringu og samfélagsmiðlun, fyrst hjá Hvíta húsinu og síðan Pipar\TBWA. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við viðburðastjórnun, markaðsmál, textasmíð og listræna ráðgjöf.

Snædís Baldursdóttir
Fjáröflunarstýra
Senda Snædísi tölvupóst

Sem fjáröflunarstýra sinnir Snædís öllum samskiptum við styrktaraðila, hefur umsjón með einstaklingsmiðaðri fjáröflun samtakanna og heldur utan um Systralagið. Snædís er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og er markþjálfi frá Opna Háskólanum. Hún starfaði í sjö ár í Landsbankanum, lengst af í markaðsdeild.

Elsa Kristjánsdóttir
Rekstrarstýra
Senda Elsu tölvupóst

Elsa er í hálfu starfi og heldur utan um fjármál og rekstur samtakanna, sinnir greiningum og skýrslugerð ásamt annari stoðþjónustu. Hún er með BS gráðu í Viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og hefur starfað við bókhald og fjármál hjá Jarðborunum hf og Guide to Iceland. Elsa hefur einnig reynslu af fjármálum og rekstri félagasamtaka.