Oddi styrkir starf UN Women á Íslandi

Landsnefnd UN Women á Íslandi og Oddi Prentun og Umbúðir hafa átt í farsælu samstarfi síðustu átta ár og endurnýjuðu nýverið samstarfssamningin sín á milli. Markmið samstarfsins er að Oddi styðji við UN Women á Íslandi varðandi fræðslu-og kynningarstarf um ofbeldi gegn konum og stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og á átakasvæðum og vekja athygli á fjáröflunarstarfi samtakanna.

Oddi styður ötullega við starf UN Women á öllu prentverki, hráefni og umbroti á kynningar- og fræðslu efni samtakanna.

UN Women á Íslandi og Oddi eru afar stolt af þessum samningi til að styrkja stöðu kvenna um heim allan.