Kvennastrætóar koma í veg fyrir ofbeldi

 „Það stóð maður fyrir aftan mig í strætó um daginn sem ýtti stöðugt í mig. Því meira sem ég reyndi að færa mig í troðfullum strætónum því meira ýtti hann í mig. Ég reyndi að fara út úr strætó en hann hélt mér fastri. Ég mun aldrei fara aftur í þennan strætó,“ segir 25 ára gamla Elisabeth Rodriguez sem býr í Mexíkóborg.

Í Mexíkóborg ferðast konur að jafnaði um tíu milljónir ferða borgarenda á milli daglega og í 73,9% tilfella með almenningssamgöngum. Rannsóknir sýna að 9 af hverjum 10 konum í Mexíkó hafa þurft að þola ofbeldi í almenningssamgöngum í borginni auk þess sem kynferðisleg áreitni og aðrar gerðir kynbundins ofbeldis grassera á almenningssvæðum borgarinnar. „Ég hef lent í ýmsu, það hefur verið káfað á mér, teknar af mér myndir án míns samþykkis og svo hafa svo mörg ljót orð verið sögð við mig,“ segir Raquel Garcia 17 ára.

UN Women leiðir sameiginlegt verkefni kvennasamtaka í Mexíkóborg, samgöngufyrirtækja og -stofnana ásamt starfsmönnum borgarinnar sem miðar að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stelpum á almenningasvæðum, setja á laggirnar áætlanir um hvernig bregðast eigi við og með hvaða leiðum sé hægt að gera umhverfið öruggara fyrir konur. Borgarstjórinn í Mexíkóborg hefur nú þegar undirritað að fjölga svokölluðum kvennastrætóum og þeim leiðum sem þeir fara. Einnig verða sett á laggirnir þrjú kvennaathvörf  við neðanjarðarlestar; þar sem konur geta tilkynnt kynferðisofbeldi strax auk þess sem þeim er veitt áfallahjálp og ráðgjöf um hvernig best sé að leita réttar síns ef brotið hefur verið á þeim. Auk þess var nýtt snjallsímaforrit kynnt til leiks, Vive Segura sem gerir konum og stelpum kleift að tilkynna ef þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi eða -áreitni.

Markmið verkefnisins er að tryggja valdeflingu kvenna og stelpna og koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi á almenningssvæðum. Jafnfram að koma á í veg fyrir að konur veigri sér við því að nota almenningssamgöngur af ótta við kynbundið ofbeldi þannig að óttinn við ofbeldi aftri þeim ekki við sínu daglegu störf.