Snjallsímaforrit verndar konur og stúlkur í fátækrahverfum Rio de Janeiro

20130606-riodejaneirofavelassafecities2_300x200-jpgRannsóknir á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt að konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í þróunarlöndum. Ofbeldi er hluti af daglegu lífi kvenna og stúlkna í fátækustu hverfum borga. Vegna fátæktar hafa íbúar þessara hverfa síður aðgang að aðstoð og þjónustu eða skortir upplýsingar um hvert er hægt að leita. Kynferðisofbeldi er stórt vandamál í Brasilíu. Þrátt fyrir að mál sem tilkynnt eru séu aðeins lítið brot af þeim ofbeldisglæpum sem framdir eru sýna gögn á vegum borgaryfirvalda í Ríó að gífurleg aukning hefur átt sér stað í kynferðisbrotum síðan árið 2011 eða um 24 prósent.
Á síðustu árum hefur brasilíska stjórnin lagt mikið fé til fjarskiptamála þar sem aðgengi fólks að farsímakerfum og internetsambandi hefur verið stórbætt. Í kjölfarið stóðu UN Women í samstarfi við aðrar stofnanir koma á laggirnar vefsíðu og snjallsímaforriti þar sem fram koma allar upplýsingar fyrir konur og stúlkur sem orðið hafa fyrir ofbeldi.  Stór hluti íbúa fátækrahverfa á og notar farsíma og tölvur. Markmiðið er að konur og stúlkur í fátækrahverfum geti nýtt sér tæknina til að leita sér upplýsinga um réttindi sín, hvert skal leita til að fá hjálp og hvaða þjónusta er í boði. Vefsíðan veitir til dæmis upplýsingar um símanúmer og heimilisföng kvennaathvarfa og hvar hægt sé að nálgast sálfræði- og lagalega aðstoð. Einnig veitir síðan ítarlegar leiðbeiningar um hvað þurfi að gera verði kona fyrir nauðgun. Með staðsetningartæki sem er á síðunni og í smáforritinu  er svo hægt að finna næsta kvennaathvarf, lögreglustöð og heilsugæslustöð. Ungar konur sem tilheyra jaðarsamfélögum í Ríó hafa fengið sérstaka þjálfun í að fræða aðrar konur um hvernig nota skuli vefsíðuna og snjallsímaforritið og hvernig bregðast skuli við kynbundnu ofbeldi.
„Það er mikið um ofbeldi hér og konur eru hræddar við að grípa til aðgerða“ segir Nubia Felix de Jesus, 18 ára. Hún er ein hinna 25 kvenna sem hafa hlotið þjálfun til að fræða aðrar konur. Í fátækrahverfum Ríó skortir mikið á að uppfylla lágmarksöryggi fyrir íbúana. Af þeim sökum hafa glæpagengi tekið völdin í þessum hverfum og ofbeldi ræður þar ríkjum. Við þessar aðstæður eru konur, unglingar og börn í sérstökum áhættuhópi. Þau verða fyrir ýmiss konar ofbeldi, allt frá áreiti til nauðgana. Þetta ástand takmarkar mjög tækifæri þessa hóps til menntunar, til að sækja vinnu og taka þátt í stjórnmálum og ver efnahagslega sjálfstæðar.
„Margar konur er fjárhagslega háðar eiginmönnum sínum, þær geta ekki unnið og óttast um börnin sín. Svo þær láta sig hafa ofbeldið“ útskýrir Nubia. „Ég vil halda áfram að fræðast svo ég geti hjálpað þessum konum og sagt þeim hvernig þær geta leitað sér aðstoðar.“
Öruggar borgir í fátækrahverfunum. Nú þegar er verkefnið starfrækt í 10 fátækrahverfum Ríó. Í upphafi átaksins voru gerðar viðamiklar kannanir meðal íbúa hverfanna, karla, kvenna og barna. Nánast allir sem svöruðu könnuninni voru ekki meðvitaðir um aðstoð sem í boði var fyrir þolendur ofbeldis. Svarendur vissu ekki hvert þeir ættu að leita, við hvern ætti að tala, hvaða stofnanir og samtök sinntu slíkum málum og hvers konar heilbrigðis-, laga- og sálræn þjónusta væri í boði. Það var því mikil þörf á auknu upplýsingaflæði. Þetta varð til að ráðist var í að hanna og setja upp nýju heimasíðuna og snjallsímaforritið.

Allar konur og stúlkur eiga rétt á lífi án ofbeldis. Í þeim tilfellum sem ofbeldi á sér stað verðum við að minnsta kosti að tryggja að þær fái nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að takast á við aðstæður og vernda sig svo það hendi þær ekki aftur. Til að þróa verkefnið áfram hefur UN Women nú hafið samstarf við Microsoft. Einnig verðu unnið að því að bjóða upp á þessa þjónustu í fleiri borgum en þú þegar hafa Nýja Delí og Marakesh tekið þátt í verkefninu auk Rio de Janeiro.