Nýtt starfsár - ný stjórn

stjórn 2

UN Women á Íslandi er ein fjórtán landsnefnda stofnunarinnar og sendir annað hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women, annað árið í röð. Vert er að taka fram, þá ekki miðað við höfðatölu.

„Fyrir vikið skörum við fram úr til dæmis landsnefndum í Bandaríkjunum, Frakklandi og Svíþjóð,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndarinnar og bætir við að það veki vissulega eftirtekt hve lóð Íslendinga vega þungt þegar kemur að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. „Við megum svo sannarlega vera stolt af því og ekki síst af þeim fjölmörgu velunnurum UN Women á Íslandi sem veita ómetanleg framlög til verkefna UN Women mánaðarlega. Styrktaraðilar UN Women eru hjarta samtakanna og án þeirra gætum við aldrei sent jafn rausnarleg framlög til UN Women sem notuð eru til að efla konur og stúlkur um allan heim og uppræta kynbundið ofbeldi,“ segir Inga Dóra.

Eftirfarandi manneskjur sitja nú í stjórn UN Women á Íslandi; Guðrún Ögmundsdóttir formaður UN Women og hagfræðingur, Elín Hrefna Ólafsdóttir lögmaður, Karen Áslaug Vignisdóttir hagfræðingur, Kristjana Sigurbjörnsdóttir mannfjölda- og þróunarfræðingur, Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri, Fanney Karlsdóttir fræðslustjóri, Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður, Magnús Orri Schram ráðgjafi og Soffía Sigurgeirsdóttir ráðgjafi.