Alþjóðlegur dagur flóttafólks í dag

veggmyndYfirlýsing frá UN Women: Um þessar mundir eru 60 milljón manneskjur á flótta innan eða utan síns heimalands um allan heim.

UN Women er að bregðast við neyðinni með því að mæta þörfum kvenna og stúlkna á flótta og útvega þeim varanleg tækifæri til að efla sig og halda lífi.
Þegar neyðin er mikil er öryggi sá þáttur sem hverfur fyrst. Við neyðarástand eru mannréttindi kvenna og stúlkna ekki virt og þær lifa í bráðri hættu. Konur og stúlkur eru þá berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og öfgahópum. Talið er að ein af hverjum fimm konum á flótta eða á hamfarasvæðum hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Mjög líklega fleiri – í ljósi þess hve erfiðlega tekst oftar en ekki að afhjúpa ofbeldið.
Konur og stúlkur hafa ekki jafnan aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og tækifærum til menntunar. Meira en helmingi líklegara er að stúlkur gangi ekki í skóla á átakasvæðum auk þess sem rannsóknir sýna að stúlkur hafi mun færri tækifæri til menntunar á vergangi og á flótta. Í ljósi þess takmarkaða aðgangs sem konur og stúlkur hafa að heilbrigðisþjónustu er þeim oftar en ekki neitað um aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu og kvenlæknum. Konur á flótta búa við mikinn skort á öryggi. Nauðsynlegt er að taka mið af þörfum þeirra svo þær geti gætt barna sinna á þessu hættulega ferðalagi og veita þeim mæðravernd og börnum þeirra ungbarnavernd.
Flóttakonur hafa takmörkuð atvinnutækifæri, og sinna oftar en ekki ólaunuðu starfi sem felst í að gæta barna og halda fjölskyldunni saman. Takmörkuð atvinnutækifæri kvenna á flótta eykur hættu á að þær leiðist út í vændi í von um að sjá fyrir sér og sínum.
Neyðarástand ríkir í heiminum. Miða þarf neyðaraðstoð að konum og tryggja þarf að konur og stúlkur fái öryggi og vernd á áningarstöðum og veita þeim örugg svefnskýli og salerni. Veita þarf þeim viðeigandi tækifæri til að byggja upp líf án ofbeldis og fátækt.
Konur og stúlkur þjóna mikilvægu hlutverki við friðaruppbyggingu og leiðtogafærni þeirra og ákvarðanatökur eru nauðsynlegar til að koma á friði og stöðugleika í óstöðugum ríkjum. UN Women stendur statt og stöðugt vörð um mannréttindi kvenna og stúlkna á flótta og sér til þess að raddir kvenna og stúlkna á flótta fái hljómgrunn.
Vissir þú að..
•    Á Íslandi eru 78 þúsund konur á aldrinum 15-49 ára. 70 þúsund sýrlenskar konur eru barnshafandi á flótta og þá eingöngu utan Sýrlands.
•    12.2 milljónir manna eru á flótta innan eða utan Sýrlands vegna stríðsins.
•    500 þúsund sýrlenskar konur á flótta eru óléttar.
•    60% kvenna láta lífið við barnsburð í stríðsátökum eða þegar náttúruhamfarir hafa átt sér stað.
Neyðin er mikil. Nauðsynlegt er að taka mið af þörfum kvenna svo þær geti gætt sín og barna sinna í þessum hættulegu aðstæðum.
Sendu SMS-ið KONUR í 1900 (1.900 kr) og bjargaðu lífi þeirra með mæðra- og ungbarnavernd.